Óli og Alex þjálfari og leikmaður ársins

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Lokahóf Inkasso-deildarinnar var haldið síðastliðið föstudagskvöld og voru Grindvíkingar áberandi bestir þar. Fyrirliðar og þjálfarar í deildinni kusu í lið ársins, þjálfara ársins og besta leikmann deildarinnar. Í lið ársins voru þeir Jósef Kristinn Jósesson og Alexander Veigar Þórarinsson valdir í byrjunarliðið og Björn Berg Bryde og Gunnar Þorsteinsson á bekkinn. Þá var Alexander valinn besti leikmaður ársins og Óli Stefán þjálfari ársins.

Við óskum Grindvíkingum til hamingju með þessa glæsilegu uppskeru eftir frábært tímabil í Inkasso-deildinni þar sem liðið skoraði 50 mörk og vonandi tekst þeim að byggja áfram á þessu góða árangri næsta tímabil í Pepsi-deildinni.

Viðtal við Óla Stefán á fótbolti.net

Viðtal við Alexander á fótbolti.net

Myndin er frá lokahófi knattspyrnudeildarinnar