GG vann góðan 7-1 sigur á liði Snæfells/UDN á laugardaginn þar sem Óli Baldur Bjarnason gerði sér lítið fyrir og skoraði 5 mörk. Eins og við greindum frá á dögunum lagði Óli Baldur úrvalsdeildarskóna á hilluna en er augljóslega ekki dauður úr öllum æðum og mun eflaust reynast GG drjúgur ef hann heldur skónum frá hillunni góðu.
Meistaraflokkur kvenna leitar að öflugu fólki fyrir sumarið
Grindavík mun hefja leik í Pepsi-deild kvenna eftir tæpa viku og er að mörgu að hyggja nú þegar liðið spilar á ný í efstu deild. Meistaraflokksráð kvenna leitar því að áhugasömum einstaklingum til að aðstoða og hjálpa til við skipulag á heimaleikjum í sumar, þar sem mikilvægt er að allt skipulag sé til fyrirmyndar. Fyrsti heimaleikur sumarsins verður 3. maí …
Tap í úrslitum Lengjubikarsins staðreynd
Grindavík mætti ofjörlum sínum í úrslitaleik Lengjubikarsins í gær þegar liðið steinlá gegn KR, 4-0. Grindvíkingar mættu til leiks með þunnskipað lið eftir að hafa leikið 6 leiki á 18 dögum. Sex leikmenn voru á sjúkralista í gær og allir leikmenn á bekknum nema einn voru úr 2. flokki. Vörnin hélt þó fyrsta hálftímann en eftir það varð ekki aftur …
Grindavík spáð fallsæti í Pepsi-deild karla
Spekingar Fótbolta.net eru byrjaðir að birta spá sína fyrir Pepsi-deildina 2017, en þeir spá Grindavík ekki mjög góðu gengi í sumar. Grindavík fékk aðeins 19 stig í spánni í ár sem dugar aðeins í 11. sætið af 12. Umfjöllun Fótbolta.net er ansi ítarleg og má lesa hana í heild sinni hér að neðan: Um liðið: Grindvíkingar eru mættir aftur í …
Stelpunum spáð 7. sæti í Pepsi-deildinni í sumar
Sparkspekingar Fótbolta.net spá kvennaliði Grindavíkur ágætis árangri í Pepsi-deildinni í sumar, eða 7. sæti af 10. liðum. Liðið hefur bætt við sig öflugum erlendum leikmönnum í vetur, þar á meðal tveimur brasilískum landsliðskonum. Það virðast því vera meiri væntingar til Grindavíkur í sumar en oft eru gerðar til nýliða í deildinni. Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 7. sæti 7. Grindavík …
Grindavík leikur til úrslita í Lengjubikarnum kl. 14:00
Grindavík leikur til úrslita í Lengjubikar karla í Egilshöll í dag kl. 14:00. Grindavík mætir KR í þessum úrslitaleik. Leikurinn átti að fara fram á Valsvelli en var færður inn vegna veðurs.
Grindavík í 4-liða úrslit Lengjubikarsins
Grindavíkingar virðast hafa komið endurnærðir úr æfingaferðinni á Spáni en þeir lögðu Skagamenn nokkuð örugglega í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins á mánudaginn, 4-1. Ingvar Þór Kale markvörður Skagamanna opnaði leikinn með sjálfsmarki og setti tóninn fyrir það sem koma skyldi. Grindavík mætir hinum nýliðum Pepsi-deildarinnar, KA, í 4-liða úrslitum. ÍA 1 – 4 Grindavík 0-1 Ingvar Þór Kale (‘1 , sjálfsmark) …
Grindavík jarðaði Stjörnuna í Ásgarði og er komið í úrslit!
Grindavík var nú rétt áðan að tryggja sér sæti í úrslitaviðureign Domino’s deildar karla með því að gjörsigra Stjörnuna á þeirra heimavelli, 69-104. Það var ekki að sjá á leik heimamanna að tímabilið væri undir hjá þeim en leikurinn varð aldrei sérlega spennandi og sigur Grindavíkur aldrei í hættu. Stjörnumenn áttu engin svör við leik Grindavíkur sem léku við hvurn …
Dröfn valin í U19 ára landsliðið gegn Ungverjum
Dröfn Einarsdóttir, leikmaður Grindavíkur í meistaraflokki kvenna, hefur verið valin í U19 ára landsliðið sem mætir Ungverjum í tveimur vináttulandsleikjum 11. og 13. apríl. Dröfn, sem fædd er árið 1999, er ein allra efnilegasta knattspyrnukona Grindavíkur en hún á 15 leiki að baki með U17 landsliðinu og hefur þegar leikir 4 leiki fyrir U19 ára liðið. Hópurinn í heild sinni
Ekki tjaldað til einnar nætur í Pepsi-deildinni í sumar
Nú þegar innan við mánuður er í fyrstu leiki í Pepsi-deildum karla og kvenna er ekki úr vegi að við birtum viðtal við þá Óla Stefán Flóventsson og Róbert Haraldsson, þjálfara meistaraflokka Grindavíkur í knattspyrnu. Viðtalið birtist áður í 1. tbl. Járngerðar sem kom út í byrjun mars. Eftir nokkurra ára hlé mun Grindavík eiga lið í efstu deildum karla …