Grindavík tekur á móti ÍBV í Pepsi-deild kvenna á morgun, þriðjudaginn 16. maí, kl. 17:15. Grindavík hefur farið vel af stað í vor og er með 6 stig eftir 3 umferðir. Stelpurnar ætla sér að fylgja þessum góða árangri eftir á morgun og leggja allt undir til að næla sér í 3 stig í viðbót. Mætum á völlinn og styðjum …
Grindavík lagði KR á útivelli
Grindavíkurkonur fara vel af stað í Pepsi-deildinni en þær unnu KR á útivelli í gærkvöldi, 0-1. Grindavík var mun betri aðilinn í leiknum og sóttu stelpurnar nær látlaust frá fyrstu mínútu. Þrátt fyrir aragrúa marktækifæra leit aðeins eitt mark dagsins ljós en það var hin brasilíska Rilany Aguiar Da Silva. Hinir erlendu leikmenn Grindavíkur vorum í algjörum sérflokki á vellinum í …
Andri Rúnar tryggði sigurinn gegn sínum gömlu félögum
Grindavík landaði sannkölluðum seiglusigri gegn Víkingum í gær en Andri Rúnar Bjarnason, fyrrum leikmaður Víkings, skoraði sigurmarkið í uppbótartíma á 94. mínútu. Grindavík byrjaði leikinn ekki vel en eftir gott spjall í hálfleik þar sem Óli Stefán lagði mönnum línurnar var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og tvö góð mörk litu dagsins ljós. Lokatölur Víkingur 1 …
Grindavík vann nýliðaslaginn
Grindavíkurkonur tryggðu sér fyrstu þrjú stig sumarsins í gær þegar þær lögðu Hauka í nýliðaslag, 2-1. Grindavík var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hálf ótrúlegt að aðeins eitt mark liti dagsins ljós. Hin brasilíska Thaisa De Moraes Rosa Moreno tryggði sigurinn með marki á 71. mínútu en hún var í algjöru lykilhlutverki í gær og tók við fyrirliðabandinu þegar …
Sala og afhending árskorta í fullum gangi
Knattspyrnuvertíðin er hafin og í kvöld, miðvikudag, er fyrsti heimaleikur meistaraflokks kvenna þegar Haukar koma í heimsókn. Sala árskorta er hafin og verða kortin seld og afhent í gula húsinu. Sala árskorta heldur svo áfram næstu daga á sama stað. Grindavík á nú lið bæði í efstu deild karla og kvenna og gildir árskortið á alla heimaleiki hjá báðum liðum …
Fyrsti heimaleikur sumarsins í kvöld
Grindavíkurkonur leika sinn fyrsta heimaleik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar nýliðar Hauka koma í heimsókn kl. 19:15. Við hvetjum Grindvíkinga til að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á stelpunum okkar sem ætla að láta til sín taka í efstu deild í sumar. Við minnum jafnframt á að sala árskorta er í fullum gangi.
Stelpurnar töpuðu í Árbænum í jöfnum leik
Flestir leikmenn meistaraflokks kvenna hlutu eldskírn sína í efstu deild síðastliðinn fimmtudag þegar Grindavík sótti Fylki heim í Árbæinn, en Grindavík lék síðast í efstu deild kvenna sumarið 2011. Grindavík fékk á sig mark í fyrri hálfleik og gerði Róbert nokkrar breytingar á skipulaginu í hálfleik. Var allt annar bragur á leik liðsins í seinni hálfleik en þær náðu þó …
Strákarnir lönduðu stigi í fyrsta leik tímabilsins
Endurkoma Grindavíkur í efstu deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi var lituð af mikilli rigningu og roki, en það eru svo sem aðstæður sem okkar menn þekkja ágætlega. Stjarnan var mætt í heimsókn á Grindavíkurvöll en Fótbolti.net spáði liðinu í 4. sæti, en Grindvíkingum falli. Lokatölur leiksins urðu 2-2 en Stjarnan jafnaði leikinn með umdeildu marki skömmu fyrir leikslok. Eins …
Pennarnir á lofti í Gula húsinu
Skrifað var undir samninga við þrjá leikmenn meistaraflokks kvenna í knattspyrnu í gær. Þær Anna Þórunn og Linda Eshun framlengdu samninga sína og Berglind Ósk Kristjánsdóttir er nýr leikmaður liðsins, en hún kemur frá Völsungi á Húsavík og hefur æft með liðinu í vetur og leikið með því í vor. Við bjóðum Berglindi velkomna til Grindavíkur og óskum liðinu góðs …
Hitað upp fyrir Pepsi-deildina í Gjánni annað kvöld
Meistaraflokkur kvenna býður til kynningar á Pepsi-deildarliði Grindavíkur í Gjánni annað kvöld, þriðjudaginn 25. apríl, kl. 20:00. Þjálfari liðsins, Róbert Haraldsson fyrir yfir sumarið, leikmannakynningar, sala ársmiða og fleira. Allir hjartanlegan velkomir – veitingar í boði Hérastubbs bakara. Hvetjum sem flesta til að mæta og kynna sér starf meistaraflokks kvenna.