Frítt inn á stórleik Grindavíkur og FH

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík sækir FH heim í Kaplakrika á morgun, sunnudag, í sannkölluðum stórleik en liðið eiga í harðri baráttu um sæti í Evrópukeppninni að ári. Leikurinn hefst kl. 17:00 og er frítt inn. Við hvetjum Grindvíkinga til að fjölmenna og láta vel í sér heyra í stúkunni. Þinn stuðningur skiptir máli. Áfram Grindavík!

Ingibjörg Sigurðardóttir leynigestur á æfingu 6. flokks

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíska landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir mætti sem leynigestur á æfingu hjá 6. flokki kvenna á miðvikudaginn. Hún fór yfir það þegar hún spilaði með yngri flokkum í Grindavík og leiðina í landsliðið. Ingibjörg spilar í dag með Breiðabliki en hún stefnir ótrauð á atvinnumennsku erlendis. Stelpurnar fengu að spyrja hana spurninga og Ingibjörg tók síðan þátt í æfingunni með stelpunum. Myndir …

Grindavíkurkonur áfram í deild hinna bestu að ári

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Nýliðar Grindavíkur tryggðu veru sína í Pepsi-deild kvenna að ári þegar þær sóttu stig í Hafnarfjörðinni í gær. Leiknum lauk með markalausu jafntefli þar sem markvörður Grindavíkur, Viviane Domingues, fékk heldur betur að vinna fyrir kaupinu sínu. Á sama tíma tapaði Fylkir fyrir KR og þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu er því ljóst að Fylkir fylgir Haukum niður í …

Sara Hrund Helgadóttir tekur sér frí frá fótboltanum vegna höfuðmeiðsla

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Sara Hrund Helgadóttir, sem undanfarin ár hefur verið einn af máttarstólpum meistaraflokks kvenna í knattspyrnu ásamt því vera fyrirliði kvennaliðs University of West Florida, hefur tekið sér tímabundið hlé frá knattspyrnuiðkun vegna síendurtekinna höfuðmeiðsla.  Hún greinar frá ákvörðuninni á Facebook-síðu sinni en Sara rotaðist í leik gegn ÍBV á dögunum og uppskar sinn 6. heilahristing á 8 árum. Sara segist …

Páll Guðmundsson spilaði sinn 100. leik fyrir Þrótt í Vogum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingurinn Páll Guðmundsson lék á dögunum sinn 100. leik fyrir Þrótt í Vogum, en hann er annar leikmaður liðsins frá upphafi sem rýfur 100 leikja múrinn. Páll hefur leikið með Þrótti frá 2013 en hann var einn af fjölmörgum Grindvíkingum sem fylgdi Þorsteini Gunnarssyni til Voga þegar Þorsteinn tók við þjálfun liðsins.  Á Facebook-síðu Þróttar er talað um að Vogamenn …

Stelpurnar lágu heima gegn Völsurum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Þrátt fyrir ágæta spretti þá tókst Grindavíkurkonum ekki að sækja stig gegn Valskonum á Grindavíkurvelli í gær. Markalaust var í hálfleik en Valur gerði útum leikinn með þremur mörkum í seinni hálfleik án þess að Grindavík næði að svara, lokatölur 0-3. Eftir þennan leik er Grindavík í 7. sæti deildarinnar með 14 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Í 9. …

Grindavík og KR skildu jöfn í Evrópuslagnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tók á móti KR í Pepsi-deild karla í gær en liðið eru í harðri baráttu Evrópusæti í deildinni. Fyrir leikinn var Grindavík í 4. sæti en KR í því 5. aðeins 2 stigum á eftir Grindavík og því mikið undir á Grindavíkurvelli í gær. Bæði lið fóru nokkuð varfærnislega af stað en KR komst að lokum yfir 0-1 en …

Grindavík lá á útivelli gegn toppliði Vals

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingum mistókst að fylgja eftir góðum sigri í síðustu umferð Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu Valsmenn heim í gærkvöldi. Okkar menn léku ágætlega á köflum og fengu nokkur dauðafæri til að komast yfir og jafna leikinn en nýttu þau ekki og því fór sem fór. Þjálfari liðsins Óli Stefán Flóventsson sagði þó í viðtali eftir leik að hann væri stoltur …

Rútuferð Stinningskalda á Hlíðarenda í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík mætir toppliði Vals í Pepsi-deild karla á Hlíðarenda í kvöld kl. 19:15. Stinningskaldi verður með rútuferð á leikinn en farið verður frá Gula húsinu kl. 18:00. Allar nánari upplýsingar má sjá hér að neðan í tilkynningu frá Stinningskalda: Rútuferð á Valur – Grindavík!! Stinningskaldi (sem samanstendur af mér og þér!) ætlar að henda sér inneftir til að styðja gulu …

Getraunaþjónustan opnar með risapotti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Getraunaþjónustan opnar í Gula húsinu núna um helgina og stefnir fyrsti vinningur í 180 milljónir. Gula húsið er opið frá 11:00 – 13:00 alla laugardaga og þar er hægt að skoða seðil vikunnar og ræða heimsmálin, fá sér kaffi og bakkelsi frá Hérastubbi bakara og reyna við 13 rétta. Getraunaþjónustan býður upp á risakerfi alla laugardaga þar sem hægt er …