Þrátt fyrir ágæta spretti þá tókst Grindavíkurkonum ekki að sækja stig gegn Valskonum á Grindavíkurvelli í gær. Markalaust var í hálfleik en Valur gerði útum leikinn með þremur mörkum í seinni hálfleik án þess að Grindavík næði að svara, lokatölur 0-3.
Eftir þennan leik er Grindavík í 7. sæti deildarinnar með 14 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Í 9. sæti sitja svo Fylkiskonur með 8 stig svo að enn er í það minnsta ein umferð í að Grindavík geti tryggt sæti sitt í deild hinna bestu að ári.
Næstu leikir:
6. september: FH – Grindavík kl. 17:30
23. september: Grindavík – Þór/KA kl. 14:00
29. september: Breiðablik – Grindavík kl. 16:15
Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn
Viðtal Fótbolta.net við Róbert þjálfara eftir leik:
Mynd: Benóný Þórhallsson – Myndasafn hjá Fótbolta.net