Grindavík og KR skildu jöfn í Evrópuslagnum

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tók á móti KR í Pepsi-deild karla í gær en liðið eru í harðri baráttu Evrópusæti í deildinni. Fyrir leikinn var Grindavík í 4. sæti en KR í því 5. aðeins 2 stigum á eftir Grindavík og því mikið undir á Grindavíkurvelli í gær. Bæði lið fóru nokkuð varfærnislega af stað en KR komst að lokum yfir 0-1 en markahrókurinn Andri Rúnar jafnaði leikinn með hörkuskoti í uppbótartíma fyrri hálfsleiks. 

Grindavík komst svo yfir með öðru ótrúlegu marki á 75. mínútu þegar Andri lagði upp mark fyrir William Daniels sem þrumaði í slána og inn. Bæði mörkin gjörsamlega óverjandi fyrir Beiti í marki KR. Adam var þó ekki lengi í paradís því KR-ingar jöfnuðu leikinn á 80. mínútu og þar við sat, 2-2 jafntefli staðreynd. 

Mörkin má sjá á Vísi

Eftir leikinn er Grindavík enn í 4. sæti en KR á leik til góða og þá er aðeins 1 stig bæði í KA og Breiðablik og 3 í Víking R. Það eru því spennandi lokaumferðir framundan hjá Grindavík en 4. sætið gefur þátttökurétt í Evrópukeppninni að ári. 

Næstu leikir Grindavíkur:

10. sep. FH – Grindavík kl. 17:00 
14. sep. ÍBV – Grindavík kl. 17:00
17. sep. Grindavík – Breiðablik kl. 16:00
24. sep. KA – Grindavík kl. 14:00
30. Grindavík – Fjölnir kl. 14:00 

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn 

Viðtöl Fótbolta.net við Óla Stefán og Andra Rúnar:

 

Mynd úr myndasafni frá Fótbolta.net – ljósmyndari Benóný Þórhallsson