Sigurjón framlengir við Grindavík til tveggja ára

KnattspyrnaKnattspyrna

Varnarmaðurinn Sigurjón Rúnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík og mun leika áfram með liðinu næstu tvö keppnistímabil. Sigurjón er tvítugur og lék 19 leiki með Grindavík í deild og bikar í ár. Hann skoraði jafnframt tvö mörk í sumar. Sigurjón hefur þrátt fyrir ungan aldur fest sig í sessi sem einn af lykilleikmönnum Grindavíkur og leikur í hjarta …

Marinó Axel áfram hjá Grindavík

KnattspyrnaKnattspyrna

Marinó Axel Helgason hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík sem gildir til út keppnistímbilið 2022. Marinó er uppalinn hjá félaginu og hefur verið einn af lykilmönnum liðsins undanfarin ár. Hann leikur í hægri bakverði á 88 leiki með Grindavík í deild og bikar, og hefur skorað eitt mark. „Ég er afar glaður með að hafa skrifað undir nýjan samning …

Ray hættir með kvennalið Grindavíkur

KnattspyrnaKnattspyrna

Ray Anthony Jónsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík. Liðið sigraði á dögunum 2. deild kvenna og leikur því í Lengjudeildinni næsta sumar. Ray hefur þjálfað kvennalið Grindavíkur undanfarin þrjú keppnistímbil og hættir þjálfun liðsins að eigin ósk. „Árangur liðsins í sumar var mjög góður og markmið sumarsins náðits – að komast upp í Lengjudeildina á …

Fjórir uppaldir leikmenn semja við Grindavík

KnattspyrnaKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur skrifað undir tveggja ára samning við fjóra af ungum og uppöldum leikmönnum Grindavíkur. Þetta eru þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, Óliver Berg Sigurðsson, Símon Logi Thasaphong og Viktor Guðberg Hauksson. Allir hafa þeir komið við sögu í leikjum hjá Grindavík í sumar og eiga bjarta framtíð fyrir höndum hjá félaginu. Viktor Guðberg er tvítugur varnarmaður. Hann hefur …

Freyr Jónsson til liðs við Grindavík

KnattspyrnaKnattspyrna

Freyr Jónsson hefur skrifað undir samning við Grindavík til næstu tveggja ára. Freyr er 19 ára gamall og kemur frá Akureyri. Hann hefur leikið með KA upp yngri flokka og er miðjumaður að upplagi. Freyr er fluttur á höfuðborgarsvæðið, hefur æft með Grindavík síðustu vikur og staðið sig vel. Hann verður gjaldgengur með liðinu á næstu leiktíð og verður spennandi …

Vísir, Þorbjörn og Haustak áfram aðalstyrktaraðilar knattspyrnudeildar Grindavíkur

KnattspyrnaKnattspyrna

Sjávarútvegsfyrirtækin Haustak hf, Vísir hf. og Þorbjörn hf. munu áfram styðja af krafti við Knattspyrnudeild Grindavíkur en nýr styrktarsamningur var undirritaður í dag í húsakynnum knattspyrnudeildar Grindavíkur. Pétur Hafsteinn Pálsson frá Vísi hf. og Gunnar Tómasson frá Þorbirni hf. undirrituðu nýjan samning ásamt Gunnari Má Gunnarssyni, formanni knattspyrnudeildar Grindavíkur. Samningurinn gildir til næstu tveggja ára. Þessi fyrirtæki hafa um árabil …

Daníel Leó til liðs við Blackpool

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson hefur yfirgefið norska knattspyrnuliðið Aalesunds FK og gert tveggja ára samning við enska knattspyrnufélagið Blackpool FC sem leikur í ensku C-deildinni. Daníel, hefur spilað með Álasund síðan 2015 og leikið yfir 100 leiki með liðinu á þessum fimm keppnistímabilum. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik í byrjun þessa árs þegar Ísland sigraði Kanada 1:0 og að auki hefur …

Æfingar hjá knattspyrnudeild hefjast 23. september – Æfingatafla

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Æfingar hjá knattspyrnudeild Grindavíkur hefjast á morgun, miðvikudaginn 23. september. Búið er að gefa út æfingatöflu fyrir veturinn. Hér að neðan má sjá æfingatíma hjá flokkum knattspyrnudeildar fyrir veturinn 2020/2021. 8. flokkur (2015-2017) Fimmtudaga kl. 16:50-17:30 7. flokkur kk (2013-214) Miðvikudaga 14:30-15:30 Föstudaga 13:30-14:30 7. flokkur kvk (2013-2014) Mánudaga 15:00-16:00 Fimmtudaga 13:30-14:30 6. flokkur kk (2011-2012) Þriðjudaga 15:30-16:30 Fimmtudaga 15:30-16:30 …

Æfingar hjá knattspyrnudeild hefjast á ný 23. september

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Nýtt æfingatímabil hjá knattspyrnudeild UMFG hefst á ný miðvikudaginn 23. september næstkomandi. Æfingatafla fyrir tímabilið 2020/2021 verður gefin út á allra næstu dögum þegar búið er að manna þjálfara á alla flokka hjá deildinni. Vakin er athygli á því að Hópið verður opið fyrir aukaæfingar hjá iðkendum knattspyrnudeildar næstu daga og hvetjum við alla til að nýta sér þá aðstöðu. …

Grindavík Íslandsmeistari A-liða í 5. flokki karla

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík er Íslandsmeistari A-liða í 5. flokki karla eftir 3-2 sigur gegn Breiðabliki í hörkuleik sem fram fór á Grindavíkurvelli í kvöld. Þetta er tvö bestu lið landsins í þessum aldursflokki en þessi sömu lið mættust í úrslitum á N1 mótinu fyrr í sumar. Þar hafði Breiðablik betur. Frábær umgjörð var í kringum fyrir úrslitaleikinn. Settur upp var sérstakur 8 …