Fundurinn verður haldinn mánudaginn 05.maí 2014 kl 20:00 í Framsóknarhúsinu við Víkurbraut. Deildirnar eru Taekwondo, Judó, Fimleikadeild, Sunddeild og skotdeild Dagskrá fundarins er: Skýrsla judódeildar og reikningar deildarinnar Skýrsla Taekwondo og reikningar deildarinnar Skýrsla Fimleikadeildar og reikningar deildarinnar Skýrsla Sunddeildar og reikningar deildarinnar Skýrsla Skotdeildar og reikningar deildarinnar Stjórnarkjör judo deildar Stjórnarkjör Taekwondo deildar …
Aðalfundur UMFG 2014
Ungmannafélag Grindavíkur ákvað á stjórnarfundi sem að haldinn var 03.mars 2014 að halda sameiginlegan aðalfund fyrir eftirtaldar deildir innan UMFG. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 05.maí 2014 kl 20:00 í Framsóknarhúsinu við Víkurbraut. Deildirnar eru Taekwondo, Judó, Fimleikadeild, Sunddeild og skotdeild Dagskrá fundarins er: Skýrsla judódeildar og reikningar deildarinnar Skýrsla Taekwondo og reikningar deildarinnar Skýrsla Fimleikadeildar og reikningar …
Valdir í júdólandsliðið
Tveir ungir og efnilegir Grindvíkingar hafa verið valdir til að fara með landsliðinu í júdó á Norðurlandamótið í Finnlandi í sumar, þetta eru þeir Guðjón Sveinsson og Björn Lúkas Haraldsson. Á myndinni eru Björn Lúkas, Jóhannes Haraldsson júdófrumkvöðull í Grindavík og Guðjón.
Fjölmennt á afmælismóti
5 keppendur frá Grindavík tóku þátt í Afmælismóti JSÍ síðastliðinn sunnudag. Þeir Aron Snær Arnarsson, Björn Lúkas Haraldsson, Guðjón Sveinsson, Haraldur Mariuson og Helgi Heiðarr Sigurðsson voru meðal keppenda í Afmælismóti yngri flokka þann 9. febrúar og hlutust þar tvö bronsverðlaun, tvö silfur og ein gullverðlaun. Haraldur keppti í flokki -38kg U13 ára. Þar voru 6 keppendur og skipt var …
Brons á RIG
Í dag fór fram Reykjavík Judo Open, sem er liður í dagskrá Reykjavík International Games og voru 3 keppendur frá Grindavík. Mótið í ár var eitt sterkasta júdómót á Íslandi frá upphafi og voru 63 keppendur skráðir, þar af 15 erlendir. Á meðal erlendra keppenda var Ólympíumeistarinn Tagir Khaibulaev. 3 Grindavíkingar mættu til leiks, þeir Björn Lúkas Haraldsson, Guðjón Sveinsson og …
Judó æfingar
Judó Æfingar eru byrjaðar Judó æfingar eru byrjaðar og vill nýr þjálfari judódeildarinnar, Arnar Már Jónsson bjóða alla velkomna á æfingar. Judó íþróttin er ekki bara fyrir keppnisfólk heldur einnig góð líkamsrækt, forvörn og hentar oft mjög vel fyrir börn sem finna sig ekki í hópíþróttum. Yngri aldur ( 6-10 ára ) er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá klukkan 17:00-17:55 Eldri krakkar og …
Hækkun Æfingagjalda UMFG
Nú hefur verið ákveðið að Ungmennafélag Grindavíkur hækki æfingagjöld fyrir skólabörn fædd árið 2007-1997. Ákveðið hefur verið að æfingagjaldið verði kr 22.500.- á barn fyrir allt árið 2013 og má barnið æfa eins margar íþróttir og það vill. Æfingagjöldin eru fyrir tímabilið janúar – desember ár hvert. Fyrri hluti æfingagjaldanna ( 10.000.- kr ) hafa nú þegar verið settir inn …
Búið er að opna fyrir skráningar á 16. Unglingalandsmót UMFÍ
Mótið fer fram á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Skráningin fer fram hérna: http://skraning.umfi.is/ Unglingalandsmótin hafa verið afar vinsæl frá upphafi en keppendur á síðasta móti voru um 2000 talsins. Keppnisgreinar á mótinu verða fimleikar frjálsíþróttir glíma golf hestaíþróttir knattspyrna körfubolti motocross skák stafsetning sund strandblak og upplestur. Allir á aldrinum 11 – 18 ára geta keppt á mótinu en …
Íslandsmót Seniora og Juniora í júdó
Björn Lúkas á verðlaunapalli Laugardaginn 13. apríl fór fram Íslandsmeistaramót fullorðinna í júdó og keppti þar Sigurpáll Albertsson frá Grindavík og vann þar til bronsverðlauna. Sigurpáll keppti í -100kg flokki og voru þar 6 keppendur sem skipt var í tvo riðla. Sigurpáll vann sína fyrstu glímu, en tapaði annarri gegn sigurvegara flokksins. Hann komst þó upp úr riðlinum og …
Aðalfundur UMFG
Aðalfundur UMFG verður haldinn í aðstöðu Ungmennafélagsins í útistofu við grunnskóla Grindavíkur miðvikudaginn 3. apríl kl 20:00 Dagskrá fundarins: Skýrsla stjórnar Lagðir fram reikningar Umræður um skýrslu og reikninga Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga Önnur mál. Stjórnin