Kynningarmyndband um kjör íþróttamanns og íþróttakonu ársins 2014

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Kynningarmyndband um kjör íþróttamanns ársins og íþróttakonu ársins 2014 í Grindavík má sjá hér á neðan. Athöfnin fer fram í Hópsskóla á gamlársdag kl. 13:00 og eru allir Grindvíkingar hjartanlega velkomnir á þessa uppskeruhátíð íþróttafólks. Auk þess að veita verðlaun fyrir íþróttamann og íþróttakonu ársins verða veitt hvatningarverðlaun, verðlaun fyrir fyrstu landsleiki, fyrir titla auk ýmislegs annars. Tilnefndar sem íþróttakonur …

Íþróttanámskrá UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Aðalstjórn UMFG hefur ásamt deildum sínum gert íþróttanámskrár sem lagðar voru fyrir frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar fyrr á þessu ári til samþykktar. Er það hluti af samkomulagi Grindavíkurbæjar og UMFG vegna stuðnings bæjarins við barna- og unglingastarf UMFG. Íþróttanámskráin er lifandi skjal sem á að yfirfara og uppfæra árlega. Áætlunin er virkilega metnaðarfull og má nálgast hana með því að …

Jólamót 2014

Ungmennafélag GrindavíkurJudó

Jólamót judo deildar UMFG 2014 Jólamót okkar judomanna í Grindavík fór fram með hinum mesta glæsibrag síðastliðin miðvikudag. Voru hátt í 40 keppendur, í barnaflokki fór það þannig fram að við reyndum að velja saman þyngd og aldur og fengu þau flest 2 glímur. Í meistaraflokk var áskorandamót og skoruðu menn á aðra og mátti engin skorast undan. Var það …

Innskráningakerfi UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Sund, Taekwondo, UMFG

Þar sem að erfiðlega gengur að fá foreldra/forráðamenn til þess að skrá börnin í þær íþróttagreinar sem deildir innan UMFG bjóða upp á hefur verið ákveðið að börnin verði skráð samkvæmt mætingalistum sem þjálfarar hafa skilað inn til gjaldkera. Þar sem að erfiðlega gengur að fá foreldra/forráðamenn til þess að skrá börnin í þær íþróttagreinar sem deildir innan UMFG bjóða …

Góður árangur Grindvíkinga á júdómóti í Bretlandi – Gunnar með gull

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Judó

Fyrr í mánuðinum sögðum við frá því að nokkrir fílelfdir grindvískir júdókappar væru á leið í víking til Bretlandseyja . Mótið fór fram núna um helgina og skemmst er frá því að segja að okkar menn stóðu sig allir með prýði, þó enginn betur en Gunnar Jóhannsson sem vann gull í sínum flokki. Í fréttatilkynningu frá Júdósambandi Íslands segir: ,,Grindvíkingurinn …

Grindvískir judomenn á leið í víking til Bretlandseyja

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Judó

Þann 24. október halda nokkrir grindvískir judokappar í víking til Bretlandseyja þar sem þeir ætla að gera strandhögg á alþjóðlegu judo móti í Southend , rétt austan við London. Hinir grindvísku kappar fara út í samfloti með judodeild Ármanns og óskum við þeim að sjálfsögðu góðs gengis á móti. Í hópnum frá Grindavík eru, talið frá vinstri: Arnar Már Jónsson, …

Hreyfivika UMFÍ

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Forvarnarnefnd, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Grindavíkurbær tekur þátt í Hreyfiviku (Move Week) 29. sept. – 5. okt. nk. í samstarfi við UMFÍ. Þetta er stórskemmtilegt heilsuverkefni þar sem við viljum fá allar stofnanir bæjarins, UMFG, félagasamtök, þjálfara, fyrirtæki og alla áhugasama um holla hreyfingu til þess að taka þátt á einn eða annan hátt. Það geta verið fyrirlestrar, opnir tímar, skipulagðir hreyfitímar eða hvaða viðburðir …

Nóri æfingagjöld og skráning

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Æfingagjöld eru innheimt í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra en kerfið er einnig notað til að halda utan um póstlista, símanúmer forráðamanna, mætingar og fleira svo mjög mikilvægt er að allir iðkendur séu skráðir inn í kerfið. Hægt að greiða gjöldin með greiðslukorti í Nóra og einnig með því að fá greiðsluseðil í heimabanka. Ef óskað er eftir að ganga …