Jólamót 2014

Ungmennafélag Grindavíkur Judó

Jólamót judo deildar UMFG 2014

Jólamót okkar judomanna í Grindavík fór fram með hinum mesta glæsibrag síðastliðin miðvikudag.
Voru hátt í 40 keppendur, í barnaflokki fór það þannig fram að við reyndum að velja saman þyngd og aldur og fengu þau flest 2 glímur.
Í meistaraflokk var áskorandamót og skoruðu menn á aðra og mátti engin skorast undan.
Var það nú þannig að Gunnar Jóhannesson fékk flestar áskoranir. Veit ekki hvort drengirnir eigi harma að hefna.
Voru allir leystir út með gullverðlaun í öllum flokkum og poka af sælgæti. Sem sagt skemmtilegt mót og var gríðarlega gaman að sjá hvað það mættu margir foreldrar.
Kær kveðja judodeild UMFG Og gleðileg Jól