Miðvikudaginn 11. október kl 16:00-16:45, ætlum við að fara af stað með Krílajúdó. Um er að ræða 6 vikna júdó námskeið fyrir börn á leikskólaaldri. Þetta eru léttar og skemmtilegar æfingar þar sem áherslan er á að börnin læri undirstöðuatriði íþróttarinnar gegnum leik. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnum sínum og kynna sér júdó. Skráning fer fram í …
Judo-æfingar hefjast mánudaginn 28. ágúst
Vetrarstarf judo-deildar UMFG hefst næstkomandi mánudag með fyrstu æfingu vetrarins. Æfingar samkvæmt stundaskrá hefjast svo viku seinna, mánudaginn 4. september. Yfirþjálfari er Arnar Már Jónsson en honum til aðstoðar eru þjálfararnir Sigurður Heiðarr og Aron Snær Arnarsson. Judo-deildin á Facebook (síða fyrir iðkendur og aðstandendur)
Aron Snær valinn í júdólandsliðið
Aron Snær Arnarsson, júdókappi hjá UMFG hefur verið valinn í íslenska júdólandsliðið. Aron, sem er 16 ára gamall, er Íslandsmeistari í -90 kg flokki, 18 ára og yngri. Aron Snær mun um næstu helgi keppa með landsliðinu á Norðurlandamóti í Svíþjóð. Þar mun hann keppa í sínum flokki og í -90 kg flokki, yngri en 21 árs. Við óskum Aroni …
Grindvíkingar sigursælir á páskamóti JR
Grindvískir júdókappar voru sigursælir á páskamóti JR og unnu alls til 9 verðlauna. Þeir Markús Ottason, Snorri Stefánsson og Hrafnkell Sigurðarson tryggðu sér allir gullverðlaun en heildarúrslit úr mótinu má sjá hér.
Litið inn á judo æfingu – myndband
Á dögunum fjölluðu Víkurfréttir ítarlega um gróskuna í judo í Grindavík. Nú er komið myndband frá heimsókninni, þar sem rætt er við Arnar Má Jónsson þjálfara, Tinnu Hrönn Einarsdóttur judokappa og fleiri iðkendur. Innslagið má sjá hér að neðan:
Aðalfundur UMFG 2017 í kvöld
Við minnum á aðalfund UMFG sem haldinn verður í Gjánni kl 20:00 í kvöld, mánudaginn 27. mars. Venjuleg aðalfundarstörf.
Mikil gróska í judo í Grindavík
Mikið uppbyggingarstarf hefur verið unnið innan judo-deildar UMFG undanfarin ár og eftir því hefur verið tekið á landsvísu. Grindvískir keppendur hafa verið að ná góðum árangri í keppnum og á síðasta ári var enginn keppandi á Íslandi stigahærri en Tinna Einarsdóttir sem vann allar sínar glímur, bæði gegn stelpum og strákum. Víkurfréttir heimsóttu Grindavík á dögunum og fjölluðum um það …
Judo námskeið fyrir 3-5 ára börn
Nú eru að byrja aftur æfingar fyrir 3-5 ára börn í Judo og mun námskeiðið hefjast þann 22.mars kl 16:00 í Gjánni, sal íþróttamiðstöðvarinnar. Námskeiðið mun standa í 6 vikur og verður á miðvikudögum kl 16:00. Kosta þessir tveir mánuðir 8.000.- kr Skráningar fara fram í skráningakerfi UMFG
Aðalfundur deilda innan UMFG
Aðalfundur Sund-, Taekwondo-, fimleika-, skot- og judodeildar verður haldinn í Gjánni, íþróttamiðstöðinni við Austurveg 1-3 í Grindavík, mánudaginn 20.mars kl 20:00, allir velkomnir. Dagskrá: hefðbundin aðalfundarstörf.
Aðalfundur UMFG 27. mars
Aðalfundur UMFG verður haldinn mánudaginn 27.mars kl 20:00 í Gjánni við Austurveg 1-3 í Grindavík. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf.