Það verður sannkallaður stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld og í raun hálfgerður úrslitaleikur fyrir Grindvíkinga. Topplið 1. deildar karla í knattspyrnu, Víkingur frá Ólafsvík, kemur í heimsókn en með sigri í kvöld verða Grindvíkingar aðeins 4 stigum frá úrvalsdeildarsæti. Það má í raun segja að allt sumarið sé undir í þessum leik. Það hefur gengið á ýmsu hjá liði Grindavíkur …
Jafntefli gegn Augnabliki í Fífunni
Grindavíkurkonur hófu leik í úrslitakeppni 1. deildar kvenna á laugardaginn þegar þær heimsóttu lið Augnabliks í Fífuna í Kópavogi. Leikurinn var nokkuð fjörugur og fjögur mörk litu dagsins ljós, tvö frá hvoru liði. Seinni leikurinn fer fram hér í Grindavík á miðvikudaginn kl. 17:30 og hvetjum við bæjarbúa til að fjölmenna á völlinn og hvetja okkar konur til sigurs. Eftirfarandi …
Umspilsleikur á Grindavíkurvelli í dag
Nú er sumarið að klárast hjá yngri flokkunum og komið að úrslitakeppnum flokkanna. Fjórði flokkur kvenna þarf að leika auka leik um sæti í úrslitakeppni A-liða við Fylki og fer leikurinn fram í dag, mánudaginn 31. ágúst og hefst klukkan 17:00 á Grindavíkurvelli. Hvetjum við ykkur til að mæta og hvetja stelpurnar.
Uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildar
Uppskeruhátíð 8., 7., 6., og 5. flokks karla og kvenna í knattspyrnu verður haldin laugardaginn 5. september frá kl. 14:00 – 15:00 í Hópinu. Dagskrá: – Knattþrautir – Viðurkenningar afhentar – Unglingaráð mun grilla fyrir gesti Foreldrar eru boðnir sérstaklega velkomnir.
Körfuboltaskólinn um helgina
Nú er körfuboltavertíðin að hefjast og ætlar meistaraflokkur karla að halda körfuboltaskóla helgina 29.-30. ágúst. Þessi skóli er frábær leið til þess að byrja körfuboltaveturinn þar sem allir leikmenn meistaraflokks karla þjálfa krakkana í íþróttinni. Einnig halda vel valdir leikmenn fyrirlestra um það sem þarf til þess að njóta og ná langt í körfubolta og öðrum íþróttum, til dæmis mikilvægi …
Grindvíkingar sópa upp fyrrum leikmönnum KR
Kvennalið Grindavíkur í körfubolta tilkynnti um enn einn liðsstyrkinn fyrir veturinn í gær þegar Björg Einarsdóttir skrifaði undir samning við félagið. Björg lék með KR síðastliðinn vetur en KR hefur dregið lið sitt út úr keppni í úrvalsdeild þennan veturinn. Björg sem er fædd 1992 leikur sem bakvörður. Hún þykir góð þriggja stiga skytta og mun eflaust styrkja hóp Grindavíkur. …
Æfingatöflur UMFG fyrir veturinn að tínast inn
Nú fara æfingar að byrja hjá deildum UMFG og eru æfingatöflunar að koma hægt og rólega inn á heimasíðuna. Judó deildin byrjar í dag og er síðan þeirra hér. Æfingarnar byrja í dag og krílatímar byrja 2. september. Fimleikadeildin byrjar einnig á sama tíma og eru æfingatöflurnar hér. Aðrar deildir koma svo inn vonandi í þessari viku og verður þær …
Helgi Dan Steinsson í ítarlegu viðtali í Víkurfréttum
Helgi Dan Steinsson, PGA golfkennari Golfklúbbs Grindavíkur, var í ítarlegu viðtali í síðasta tölublaði Víkurfrétta. Helgi hefur spilað golf frá 6 ára aldri og er áttfaldur klúbbmeistari GL ásamt því að hafa tekið þátt í stórmótum hérlendis og í landsliðsverkefnum erlendis. Öll golfkennsla hjá GG er í höndum Helga og heldur hann utan um barna- og unglingastarf hjá klúbbnum. Við …
Helga Einarsdóttir leikur með Grindavík í vetur
Kvennaliði Grindavíkur í körfunni barst mikill liðsstyrkur í dag þegar miðherjinn Helga Einarsdóttir skrifaði undir samning við félagið. Helga sem er uppalinn á Sauðárkróki hefur undanfarin átta leikið með KR-ingum og var fyrirliði liðsins síðustu þrjú tímabil. Helga sem er 186 cm á hæð er sannkölluð frákastavél og mun sannarlega styrkja liðið mikið í baráttunni í teignum í vetur. Lið …
Grindvíkingar sóttu 3 stig í Kórinn
Grindvíkingar sóttu HK heim um helgina en leikurinn fór fram innandyra í Kórnum. Okkar menn áttu góðan dag og setti Marko mark í byrjun leiks og Matthías Örn annað rétt fyrir lokin, lokatölur 0-2 fyrir Grindavík. Þar sem að Þórsarar töpuðu sínum leik er Grindavík nú komið í 4. sæti deildarinnar, 7 stigum frá Þrótturum sem sitja í 2. sæti. …