Það var mikið undir þegar Grindavík og Valur mættust í Mustad höllinni í gær en liðin eru í harði baráttu við Keflavík um sæti í úrslitakeppninni í vor. Grindvík byrjaði leikinn betur en 3. leikhluti var eign Valskvenna sem fóru að lokum með sigur af hólmi, 58-63. Fréttaritari síðunnar var á leiknum og fjallaði um leikinn en þessu umfjöllin birtist …
7. flokkur kvenna selur Grindavíkurbrúsa
Við vekjum athygli á að stelpurnar í 7. flokki kvenna í fótbolta eru að fara ganga hús næstu daga og selja Grindavíkurvatnsbrúsa vegna fjáröflunar fyrir Símamótið í sumar. Brúsinn kostar 1000kr og tilvalinn til að taka með í ræktina. Styðjum við bakið á móti okkar stúlkum og tökum vel á móti þeim þegar þær banka upp á.
Lykilleikur í Mustad höllinni í kvöld
Grindavíkurkonur taka á móti stöllum sínum úr Val í Dominosdeild kvenna í kvöld í leik sem er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en það er mjög þéttur pakki þriggja liða í sætum 3-5. Fjögur efstu sætin í deildinni tryggja þátttökurétt í úrslitakeppninni, en fyrir leikinn í kvöld er staðan í deildinni svona: 1. Snæfell 17/2 34 stig 2. …
Knattspyrnuskóli UMFG og Lýsis 1.-3. apríl
Knattspyrnudeild UMFG og Lýsi halda knattspyrnunámskeið fyrir stráka og stelpur helgina 1. – 3. apríl. Með stolti kynnum við til sögunnar knattspyrnuskóla knattspyrnudeildar UMFG og Lýsis 2016 fyrir 3. – 5. flokk stráka og stelpna. Mikil áhersla er lögð á að einstaklingurinn fái að njóta sín í knattspyrnuskólanum. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að hver og einn …
Súrt tap gegn KR
Grindavíkingar sóttu KR heim í Dominosdeild karla í gærkvöldi en Grindvíkingar berjast nú með kjafti og klóm fyrir sæti í úrslitakeppninni í apríl. Það var ljóst fyrir leikinn að okkar menn þyrftu að leggja sig alla fram enda KR-ingar verið með betri liðum í vetur og ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar. Eftir þokkalega frammistöðu í fyrstu þremur leikhlutunum kláraðist á tanknum …
Sundæfingar fyrir fötluð börn og ungmenni á föstudögum
Íþróttasamband fatlaðra í samstarfi við sundþjálfarann Magnús Má Jakobsson munu bjóða upp á endurgjaldslausar sundæfingar í Grindavíkurlaug alla föstudaga út þetta skólaár. Æfingarnar eru á föstudögum og verða frá kl. 16.30-17.30. Æfingarnar eru fyrir fötluð börn og ungmenni á grunnskólaaldri en Magnús verður með aðstoðarmann á æfingunum. Við hvetjum sem flesta til að koma og nýta sér þetta glæsilega íþróttatilboð …
Þórsarar völtuðu yfir Grindvíkinga í seinni hálfleik
Grindvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum frá Þorlákshöfn í Mustad höllinni í gær í leik sem einkenndist af miklum sveiflum. Gestirnir frá Þorlákshöfn skoruðu aðeins 31 stig í fyrri hálfleik og útlitið gott fyrir heimamenn. En í seinni hálfleik mættu Þórsarar mun ákveðnari til leiks og unnu að lokum sigur, 81-87. Sigurbjörn Dagbjartsson fjallaði um leikinn á karfan.is: Eftir tvo …
Sundæfingar fyrir fötluð börn og ungmenni hefjast í dag
Íþróttasamband fatlaðra í samstarfi við sundþjálfarann Magnús Má Jakobsson munu bjóða upp á endurgjaldslausar sundæfingar í Grindavíkurlaug alla föstudaga út þetta skólaár. Æfingarnar hefjast í dag, föstudaginn 19. febrúar, og verða frá kl. 16.30-17.30. Æfingarnar eru fyrir fötluð börn og ungmenni á grunnskólaaldri en Magnús verður með aðstoðarmann á æfingunum. Við hvetjum sem flesta til að koma og nýta sér …
Risakerfi allar helgar
Vegna mikillar eftirspurnar höfum við ákveðið að hafa stórann seðil allar helgar á meðan enski boltinn rúllar. Hluturinn mun lækka í 1500 kr. en það má kaupa eins marga hluti og menn vilja. Seðillinn mun verða klár um kl. 12.00 á laugardegi og menn geta mætt og hjálpað við að tippa seðilinn fyrir þann tíma á laugardeginum. Sölu lýkur kl. …