Lykilleikur í Mustad höllinni í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur taka á móti stöllum sínum úr Val í Dominosdeild kvenna í kvöld í leik sem er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en það er mjög þéttur pakki þriggja liða í sætum 3-5. Fjögur efstu sætin í deildinni tryggja þátttökurétt í úrslitakeppninni, en fyrir leikinn í kvöld er staðan í deildinni svona:

1. Snæfell   17/2   34 stig 

2. Haukar   17/2   34 stig

3. Valur      10/9   20 stig

4. Grindavík  9/9   18 stig

5. Keflavík   8/11   16 stig

6. Stjarnan 3/16    6 stig

7. Hamar    2/17    4 stig

 

Grindavík getur því jafnað Val að stigum í 3.-4. sæti með sigri í kvöld en liðið á leik til góða bæði á Val og Keflavík og alls 5 leiki eftir í deildinni.

Mætum öll í kvöld og styðjum okkar stúlkur til sigurs!