Risakerfi allar helgar

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Vegna mikillar eftirspurnar höfum við ákveðið að hafa stórann seðil allar helgar á meðan enski boltinn rúllar. Hluturinn mun lækka í 1500 kr. en það má kaupa eins marga hluti og menn vilja. Seðillinn mun verða klár um kl. 12.00 á laugardegi og menn geta mætt og hjálpað við að tippa seðilinn fyrir þann tíma á laugardeginum. Sölu lýkur kl. 12:30 á laugardögum.

Þeir sem hafa verið í áskrift þurfa að láta Bjarka vita ef þeir vilja vera í áskrift allar helgar, annars eru þeir aðeins í áskrift þegar það er Risapottur og þá með sömu upphæð og þeir hafa verið með.

Til þess að vera með þarftu að leggja inná 0143-05-60020, kt: 640294-2219 og senda kvittun á bjarki@thorfish.is Þeir sem vilja vera í áskrift í risakerfinu þetta tímabil þurfið að hafa samband við Bjarka Guðmunds í síma 894-3134 eða á email bjarki@thorfish.is eða bara líta við í Gula húsið á opnunartíma í kaffispjall.

Getraunaþjónustan er opin í Gula húsinu alltaf á laugardögum frá kl 11:00 til kl 13:00 þar er boðið uppá kaffi og bakkelsi frá Hérastubbi Bakara.

Kveðja Getraunaguttarnir