Gróttukonur straujaðar í opnunarleiknum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur fengu heldur betur fljúgandi start í B-riðli 1. deildar kvenna  þegar þær tóku lið Gróttu í létta kennslustund á Grindavíkurvelli í gær. Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið gerðu sig líkleg til að skora en Grindvíkingar voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Sashana Pete Campbell skoraði á 28. mínútu. Brustu þá allar flóðgáttir við mark Gróttu …

Bergvin og Hólmar fóru holu í höggi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Tveir grindvískir kylfingar, þeir Bergvin Ólafarson og Hólmar Ómarsson Waage, fór á dögunum holu í höggi á Húsatóftavelli. Bergvin var að ná þessum árangri í fyrsta sinn en Hólmar í sitt þriðja. Bergvin fór holu í höggi á 18. holu vallarins, sem er 112 metrar og sló hann með 52 GR vokey easy. Hólmar aftur á móti var á 4. …

10. flokkur kvenna missti af titlinum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Bikarmeistarar 10. flokks kvenna náðu því miður ekki að fullkomna tvennuna í ár en þær töpuðu í undanúrslitum í Íslandsmótinu um helgina, 29-39, gegn Keflavík. Grindvíkingar náðu sér aldrei almennilega á strik í leiknum og voru að elta Keflavík allan tímann. Undir lok þriðja leikhluta tókst þeim að minnka muninn í 2 stig en Keflavík svaraði með 6 stigum og …

Grindvíkingar Íslandsmeistarar í unglingaflokki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Strákarnir í unglingaflokki hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum um helgina þegar þeir lögðu FSu að velli í úrslitaleik, 71-57. Titillinn er eflaust væn sárabót fyrir bikarleikinn sem tapaðist svo grátlega en sigurinn að þessu sinni var svo til aldrei í hættu. Leikurinn var kveðjuleikur Jón Axels Guðmundssonar sem heldur nú til Bandaríkjanna í nám en Jón átti mjög góðan leik, með 16 stig, …

Grindvíkingar á toppnum með fullt hús

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í Inkasso deild karla í fótbolta. Grindvíkingar léku í gær gegn Huginsmönnum á útivelli og kræktu í 0-1 sigur. Mark Grindvíkinga reyndist sjálfsmark sem kom hálftíma fyrir leikslok. Grindvíkingar og Leiknismenn eru einu liðin sem hafa unnið báða sína leiki það sem af er sumri. Víkufréttir greindu frá.

Lokahóf yngri flokka á fimmtudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í Gjánni fimmtudaginn 19. maí kl 17:00. Allir iðkendur í 1.-4. bekk fá viðurkenningarskjal fyrir afrakstur vetrarins. Einstaklingsverðlaun verða veitt fyrir iðkendur í mb.11 ára – unglingaflokks. Pylsupartý verður að lokinni verðlaunaafhendingu fyrir utan íþróttahúsið. Körfuknattleiksdeildin veitir einstaklingsverðlaun fyrir góð gildi sem gera þau að betri leikmönnum og félagsmönnum í framtíðinni. t.d eru …

Töltmót Brimfaxa verður 20. maí

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Töltmót Brimfaxa verður haldið föstudaginn 20. maí og hefst kl. 18:00. Keppt verður í tölti (T7) í þessari röð: Pollaflokkur (teymdir og sýna sjálf), barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur, kvennaflokkur og karlaflokkur. Veitt verða verðlaun fyrir 5 efstu sætin í öllum flokkum nema í pollalfokkum en þar fá allir verðlaun. Þáttökugjald er 1500 kr. í kvenna- og karlaflokk en frítt í yngri …

Spænskur framherji til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar hafa fengið liðstyrk fyrir baráttuna í Inkasso-deildinni í sumar en spænski framherjinn Juan Manuel Ortiz hefur gert samning við liðið. Juan þessi er 29 ára gamall og spilaði síðast með Socuéllamos í spænsku C-deildinni. Þar áður spilaði hann með Villarrobledo í D-deildinni þar sem hann skoraði 25 mörk í 30 leikjum.  Fótbolti.net greindi frá: „Grindvíkingar hafa fengið spænska framherjann Juan …

Lokahóf körfuknattleiksdeildar – Jón Axel og Sigrún Sjöfn best

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG var haldið með glæsibrag í Gjánni laugardagskvöldið 30. apríl. Kvöldið var glæsilegt að vanda. Njarðvíkurinn Örvar Þór Kristjánsson var með veislustjórn á sínum höndum og leysti það verkefni af sinni alkunnu snilld. Þá töfraði Bjarni Ólasson, sennilega betur þekktur sem Bíbbinn, fram dýrinds lambasteik sem enginn annar en meistarakokkurinn Geiri skar niður.  Þau Jón Axel Guðmundsson og …

Grindavík í 32-liða úrslit Borgunarbikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík er komið í 32-liða úrslit Borgunarbikars karla eftir 0-1 sigur á liði Arnarins en leikið var í Kórnum. Alexander Veigar Þórarinsson skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu og hefur því skorað 2 mörk í jafn mörgum leikjum í upphafi tímabilsins.