Grindvíkingar á toppnum með fullt hús

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í Inkasso deild karla í fótbolta. Grindvíkingar léku í gær gegn Huginsmönnum á útivelli og kræktu í 0-1 sigur. Mark Grindvíkinga reyndist sjálfsmark sem kom hálftíma fyrir leikslok. Grindvíkingar og Leiknismenn eru einu liðin sem hafa unnið báða sína leiki það sem af er sumri.

Víkufréttir greindu frá.