Grindvíkingar sóttu ekki gull í greipar HK í Kórnum í gær og hafa því gefið toppsætið í Inkasso-deildinni eftir í bili. Fyrir leikinn voru HK menn sigurlausir í deildinni en tókst með mikilli baráttu að riðla leik Grindavíkur og höfðu að lokum sinn fyrsta sigur í sumar, 2-1. Góðu fréttirnar fyrir Grindavík eru þó þær að það er nóg eftir …
200 hjólareiðakappar skelltu sér í sund í Grindavík að lokinni Bláa Lóns þraut
Bláa Lóns þrautin fór fram á laugardaginn en metþátttaka var í keppninni í ár sem var sú lang stærsta frá upphafi. Yfir 1.000 hjólakappar hjóluðu í gegnum Grindavík og um 200 þeirra skelltu sér svo í sund í Grindavík að keppni lokinni. Að öllum líkindum er þetta stærsti íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið í Grindavík, og gaman að fylgjast með …
Strákarnir úr leik í bikarnum
Grindavík er úr leik í Borgunarbikar karla en strákarnir tóku á móti Fylki í gær í leik sem tapaðist 0-2. Grindvíkingar voru síst lakari aðilinn í leiknum og áttu til að mynda tvö stangarskot en inn vildi boltinn ekki og því fór sem fór. Strákarnir geta því sett allan sinn kraft og einbeitingu í Inkasso-deilina þar sem þeir hafa farið …
Stelpurnar áfram á toppnum eftir sigur á Álftanesi
Stelpurnar spiluðu við lið Álftaness í gær og sigruðu 2-0. Voru Grindvíkingar miklu betri aðilinn og stjórnuðum leiknum frá byrjun. Heimastúlkur pökkuðu í vörn og því erfitt að sækja á pakkann. Fyrra markið var sjálfsmark og það seinna skoraði Lauren Brennan. Grindavík er því áfram í toppsæti B-riðils 1. deildar, en þrjú lið eru með 9 stig eftir 4 leiki. Næsti …
Ólafur Ólafsson snýr heim á ný
Grindvík hefur borist vænn liðstyrkur fyrir komandi vetur í körfunni en Ólafur Ólafsson skrifaði í dag undir samning við liðið. Ólafur er uppalinn Grindvíkingur og var einn allra besti leikmaður liðsins tímabilið 2014-2015 en hann hélt í víking síðastliðið haust og lék með St Clement í Frakklandi í vetur. Ólafur er þekkt stærð hérna á Íslandi og ljóst að hann …
Bikarslagur á Grindavíkurvelli í kvöld – Fylkir í heimsókn
Það verður sannkallaður bikarslagur á Grindavíkurvelli kl. 19:15 í kvöld en þá koma Fylkismenn í heimsókn í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Grindvíkingar hafa verið á miklu flugi í upphafi sumars og sitja í efsta sæti Inkasso-deildarinnar meðan hvorki gengur né rekur hjá Fylkismönnum sem sitja á botni Pepsi-deildarinnar, sigurlausir. Leikurinn hefst eins og áður sagði kl. 19:15 og hvetjum við Grindvíkinga …
Sumaræfingar körfuboltans að hefjast
Sumaræfingar körfunar áttu að hefjast í dag. Þar sem íþróttahúsið er ennþá undirlagt eftir skemmtun helgarinnar þá verða ekki æfingar í dag. Við vonum að húsið verði klárt á morgun og æfingarnar geti hafist. Æfingar í sumar: 6-11 ára æfa tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl 15:00. Pétur Rúðrik Guðmundsson verður þjálfari hópsins í allt sumar. 12-16 ára æfa …
Vinningshafar í happadrætti meistaraflokks kvenna
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu stóð fyrir happadrætti á Sjóaranum síkáta með glæsilegum vinningum. Vinningshafar voru eftirfarandi og óskum við þeim til hamingju og þökkum um leið styrktaraðilum fyrir veittan stuðning. Vinningar verða afhentir vinningshöfum heim að dyrum 1 Grillveisla frá Kjöthúsið________________________Ólöf Bolladóttir2 Salthúsið 10.000 Gjafakort _____________________Ingigerður Gísladóttir3 Jói Útherji 10.000 Gjafakort_____________________Þorfinnur Gunnlaugsson4 Palóma 10.000 Gjafakort_______________________Herdís Gunnlaugsdóttir5 Úr frá 24Iceland ____________ …
Jóhann Árni leikur með Njarðvíkingum næsta vetur
Grindvíkingar hafa orðið fyrir blóðtöku í körfunni en Víkurfréttir greindu frá því í gær að Jóhann Árni Ólafsson hefði skrifað undir hjá uppeldisfélagi sínu, Njarðvík. Jóhann er þó ekki alfarinn þar sem hann mun búa og starfa áfram í Grindavík þar sem hann er yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu og frístundaleiðbeinandi hjá Þrumunni. „Körfuboltamaðurinn Jóhann Árni Ólafsson mun halda aftur …
Grindvíkingar tylltu sér á toppinn í báðum deildum
Það var mikill fótboltadagur hjá Grindavík í gær en meistaraflokkslið beggja kynja áttu leik í gær, og bæði lið unnu góða sigra og sitja nú í efsta sæti sinna deilda. Stelpurnar sóttu Hauka heim á Ásvelli en Haukar voru taplausir fyrir leikinn í gær, sem endaði 0-3, Grindvíkingum í hag. Strákarnir tóku á móti Leikni frá Reykjavík og unnu virkilega …