Grindavík sigraði toppslaginn – 6 stiga forskot á Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík lagði granna sína frá Keflavík í toppslag Inkasso-deildarinnar í gær en fyrir leikinn munaði aðeins 3 stigum á liðunum sem sátu í 2. og 3. sæti. Mjög góð mæting var á Grindavíkurvöll og hefur stúkan ekki verið jafn þétt setin lengi. Fyrri hálfleikur var fremur bragðdaufur þar sem Keflvíkingar voru öllu hættulegri í sínum aðgerðum. Þeir vildu fá víti …

Stelpurnar tryggðu sig í úrslitakeppnina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur unnu góðan sigur á Fjölni í gær, 0-2 á útivelli, þar sem Linda Eshun skoraði bæði mörkin. Þetta var 10 sigur liðsins í sumar og hafa þær nú tryggt sig inn í úrslitakeppnina um sæti í Pepsi-deildinni að ári. Frábært sumar hjá stelpunum en þær hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í 12 leikjum en skorað 39. Vonandi …

Stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld, ákall frá Stinningskalda

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Það verður risastór grannaslagur á Grindavíkurvelli í kvöld þegar nágrannar okkar í Keflavík koma í heimsókn. Leikurinn er nánast upp á líf og dauða fyrir bæði lið, en Grindavík er 1 stigi frá toppnum í öðru sæti og Keflavík kemur svo strax á hæla okkar með þremur stigum minna.  Leikurinn er því afar mikilvægur fyrir okkar menn og hvetjum við …

Nágranna- og toppslagur á Grindavíkurvelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kæru stuðningsmenn Grindavíkur! Strákarnir okkar spila einn mikilvægasta leik sinn í mörg ár þegar nágrannar okkar í Keflavík koma í heimsókn á Grindavíkurvöll á fimmtudaginn kl. 19:15. Þetta er risaslagur þar sem barist er um sæti í Pepsideild karla. Við hvetjum Grindvíkinga til þess að mæta tímalega í gulu á Grindavíkurvöll og styðja strákana okkar til sigurs. ÁFRAM GRINDAVÍK!

Björn Steinar þjálfar stelpurnar í vetur – lykilleikmenn áfram með liðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það er okkur mikið gleðiefni að tilkynna að Björn Steinar Brynjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna til næstu 2ja ára. Bjössi einsog hann er alltaf kallaður, hefur þjálfað yngri flokka hjá félaginu ásamt því að spila með meistaraflokk karla í mörg ár. Bjössi er að stíga sín fyrstu skref sem aðalþjálfari meistaraflokks en hann aðstoðaði Jóa með karlaliðið á …

Gunnar Þorsteinsson besti leikmaður 14. umferðar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar hafa verið á mikilli siglingu í Inkasso-deildinni undanfarnar vikur og eru nú í 2. sæti deildarinnar, 1 stigi á eftir toppliði KA þegar deildin er rúmlega hálfnuð. Grindavík vann góðan sigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði í síðustu umferð, 1-4 á útivelli og var Grindvíkingurinn Gunnar Þorsteinsson valinn besti leikmaður umferðinnar fyrir frammistöðu sína í leiknum. Gunnar er þriðji leikmaður …

Góður sigur fyrir austan – Stórleikur á fimmtudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurpiltar gerðu góða ferð austur á land um helgina þegar þeir lögðu Leikni á Fáskrúðsfirði 4-1 í Inkassodeild karla í knattspyrnu. Leikið var í knattspyrnuhöllinni á Reyðarfirði. Leikurinn var jafn til að byrja með en eftir að Gunnar Þorsteinsson braut ísinn með skallamarki á 23. mínútu tóku okkar menn yfirhöndina á vellinum. William Daniels bætti við öðru marki Grindavíkur skömmu …

Jafntefli á síðustu stundu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík mátti að endingu þakka fyrir að ná einu stigi gegn Huginn þegar liðin mættust í 1. deild karla á Grindavíkurvelli seint í gærkvöldi. Grindavík jafnaði nánast með síðustu snertingu leiksins 2-2 eftir að hafa lent marki undir og síðan sótt án afláts.   Björn Berg Bryde kom Grindavík yfir og fékk síðan nokkur dauðafæri til að ná tveggja marka …

Grindavík tekur á móti Huginn kl. 20:30

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík tekur á móti Huginn á Grindavíkurvelli í 1. deild karla í kvöld kl. 20:30 (athugið breyttan tíma). Sem fyrr er mikið í húfi í harðri toppbaráttu 1. deildar. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna á völlinn í kvöld. Grindavíkurpeyjar hafa leikið af miklum móð upp á síðkastið og verður gaman að sjá þá spreyta sig gegn sprækum austanpiltum …

Grindavík vann uppgjör toppliðanna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur lögðu Hauka 3-0 í uppgjöri toppliðanna í B-riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Sigur þeirra var afar sannfærandi og ljóst að liðið mun gera harða atlögu að því að komast upp í Pepsideildina. Rúmlega 300 áhorfendur mættu á leikinn sem er glæsilegt.  Það tók Grindavík 41 mínútu að brjóta ísinn. Varnarjaxlinn Linda Eshun skoraði eftir klafs í vítateignum. Strax í …