Um helgina var leikið um titilinn „meistari meistaranna“ en þar mætast Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs í opnunarleik tímabilsins. Þar sem að Snæfell hreppti báða titlana á síðasta tímabili lék Grindavík gegn þeim í þessum leik, en Grindavík var liðið sem lék gegn Snæfelli í úrslitum bikarsins. Leikurinn var nokkuð jafn, þá sérstaklega í fyrri hálfleik, en með góðu áhlaupi …
Stelpunum spáð 3. sæti, strákunum því 10.
Formenn, þjálfarar og fyrirliðar liðanna í Dominos-deildum karla og kvenna hafa spáð fyrir um gengi liðanna í vetur. Niðurstöðurnar voru kynntar á hádegisfundi hjá KKÍ í dag og er spáin ágæt hjá stelpunum en þeim er spáð 3. sætinu í vetur, á eftir Snæfelli og nýliðum Skallagríms. Ef eitthvað er að marka spána fyrir strákana verður á brattann að sækja …
Búningasölu körfuboltans frestað
Fyrirhugaðri búningasölu körfuboltans sem átti að fara fram mánudaginn 3. október hefur verið frestað um óákveðinn tíma af óviðráðanlegum ástæðum. Ný dagsetning verður auglýst síðar.
Foreldrafundur fimleikadeildar UMFG þriðjudaginn 4. október kl. 20:00
Þriðjudaginn 4 október kl. næstkomandi kl. 20:00 verður foreldrafundur fimleikadeildar UMFG haldinn. Þar verður veturinn ræddur hvað framundan er. Þjálfarar verða kynntir og foreldrar fá tækifæri til að spyrja/ræða mál ef einhver eru. Mikilvægt er að foreldrar mæti því æfingarnar í akademíuni í Keflavík verða kynntar þannig að endilega takið kvöldið frá. Þess má til gamans geta að iðkendur hjá …
Alexander og Linda valin best á lokahófi knattspyrnudeildarinnar
Lokahófið knattspyrnudeildar UMFG fór fram í með glæsibrag þann 24. september í íþróttahúsinu okkar og voru gestir á fjórða hundruð. Bjarni Óla eða Bíbbinn töfraði fram hlaðborð kvöldsins. Selma Björns og Regína Ósk trylltu lýðinn, Hjalli og Bjarki stóðu sig vel sem veislustjórar og að lokum spilaði hljómsveitin Brimnes undir dansi í rúma 3 tíma án þess að taka sér …
Búningasala hjá körfuboltanum á mánudaginn
Uppfært 30.09: Búningasölunni hefur verið frestað um óákveðinn tíma af óviðráðanlegum orsökum. Ný dagsetning verður auglýst síðar.
Sjávarréttahlaðborð sunddeildarinnar á föstudagskvöldið
Sjávarréttahlaðborð sunddeildar UMFG verður haldið í Gjánni í íþróttamiðstöðinni næstkomandi föstudag, þann 30. september. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Forsala fer fram í aðstöðu UMFG í íþróttamiðstöðinni fimmtudaginn 29. september milli kl. 18:00 og 20:00 og kostar miðinn aðeins 5.500 kr. í forsölu en 6.000 kr. við innganginn. Sunddeildin hefur fengið til liðs við sig meistarakokka …
Kristijan Jajalo og William Daniels áfram með Grindavík
Grindvíkingar eru þegar farnir að huga að leikmannamálum fyrir Pepsi-deildina á næsta ári. Tveir erlendir leikmenn hafa framlengt samninga sína við liðið, en það eru Kristijan Jajalo markvörður og sóknarmaðurinn William Daniels. Báðir skrifuðu þeir undir tveggja ára samninga við liðið. Kristijan Jajalo er 23 ára markvörður frá Bosnínu-Hersegóvínu. Hann kom til liðsins í lok júlí þegar leikmannamarkaðurinn opnaði á …
Jón Axel verður númer 3 í alþjóðlegu liði Davidson
Karfan.is birti fyrir helgi skemmtilega frétt um fjölþjóðlegt lið Davidson háskólans en eins og alþjóð veit leikur Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson með liðinu í vetur og væntanlega næstkomandi ár. Jón Axel mun leika í treyju númer 3 í stað númer 9 sem var hans númer hjá Grindavík. Í samtali við karfan.is sagði Jón Axel að það væri einföld ástæða fyrir …
Fimleikardeild – ný æfingatafla
Það er komin ný æfingatafla fyrir fimleikadeildina 2016-2017 http://www.umfg.is/umfg/fimleikaraefingar