Snæfell meistari meistaranna eftir sigur á Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Um helgina var leikið um titilinn „meistari meistaranna“ en þar mætast Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs í opnunarleik tímabilsins. Þar sem að Snæfell hreppti báða titlana á síðasta tímabili lék Grindavík gegn þeim í þessum leik, en Grindavík var liðið sem lék gegn Snæfelli í úrslitum bikarsins. Leikurinn var nokkuð jafn, þá sérstaklega í fyrri hálfleik, en með góðu áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks náðu Snæfellskonur að slíta sig frá Grindavík og unnu að lokum leikinn, 70-60.

Grindavík frumsýndi nýjan erlendan leikmann í leiknum, Ashley Grimes, sem varð stigahæst Grindvíkinga með 21 stig. Þá lék María Ben sinn fyrsta leik eftir árs hlé og er að sögn mjög spennt fyrir því að byrja aftur að spila. María var næst stigahæst Grindvíkinga með 12 stig.

Tölfræði leiksins

Viðtal við Maríu frá körfunni.is:

Mynd: Karfan.is