Grindavíkurkonur lyftu sér upp af botni Domino’s deildar kvenna um helgina með öruggum og góðum sigri á Njarðvík á útivelli, 59-85. Grindavík setti 16 þrista í leiknum sem er það mesta sem skorað hefur verið í einum leik í deildinni í vetur. Þá héldur þær ofurkonunni Carmen Tyson-Thomas algjörlega í skefjum, en hún setti aðeins 19 stig í stað þeirra …
Sjö ungar og efnilegar skrifuðu undir samninga um helgina
Sjö ungir og efnilegir leikmenn undirrituðu samninga við meistaraflokk kvenna í knattspyrnu í Grindavík um helgina. Allar eru stelpurnar uppaldar hjá Grindavík og bíður þeirra mikil áskorun í sumar þar sem liðið leikur á ný í efstu deild eftir langt hlé. Leikmennirnir sem skrifuðu undir voru: Áslaug Gyða Birgisdóttir, Dröfn Einarsdóttir, Guðný Eva Birgisdóttir, Helga Guðrún Kristinsdóttir, Ísabel Jasmin Almarsdóttir, …
Feigðarför í Ásgarð
Eftir taplausan nóvember í Domino’s deildinni var strákunum kippt aftur niður á jörðina í Ásgarði í gær þegar þeir töpuðu fyrir Stjörnunni, 75-64. Það má sannarlega kalla þetta varnarsigur hjá Stjörnumönnum en Grindavík átti í stökustu vandræðum með að koma stigum á töfluna í gær og skotnýtingin var afleit, 19% fyrir utan og 27% heilt yfir. Karfan.is klikkaði ekki frekar …
Allir leikmenn 9. og 10. flokks kvenna valdir í landsliðsæfingahóp
Í gær tilkynntu landsliðsþjálfarar KKÍ hjá U15, U16 og U18 ára liðunum hvaða leikmenn eiga að mæta til æfinga milli jóla og nýárs fyrir komandi landsliðsverkefni. Alls eru 177 leikmenn boðaðir frá 19 félögum KKÍ að þessu sinni, þar af 17 frá Grindavík. Er skemmst frá því að segja að allir leikmenn 9. og 10. flokks kvenna voru boðaðir á …
Tap gegn Skallagrími í jöfnum leik
Grindavík mistókst að koma sér aftur á beinu brautina í Domino’s deild kvenna í gærkvöldi þegar Skallagrímur kom í heimsókn. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en í stöðunni 58-58 þegar 5 mínútur voru til leiksloka fjaraði undan sóknarleik Grindavíkurkvenna og Skallagrímur vann leikinn að lokum, 61-72. Karfan.is fjallaði um leikinn: Það er ekki laust við að ákveðin haustbragur …
Dominos-deild kvenna rúllar af stað á ný – Skallagrímur í heimsókn
Domino’s-deild kvenna rúllar af stað á ný í kvöld eftir landsleikjahlé. Í Mustad höllinni taka Grindavíkurkonur á móti sínum fyrrum liðsfélaga þegar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir kemur í heimsókn ásamt Skallagrímskonum. Nýliðar Skallagríms hafa farið vel af stað í vetur meðan að Grindavík situr á botni deildarinnar. Þær ætla eflaust að spyrna í botninn í kvöld og hvetjum við alla til …
Róbert Haraldsson stýrir stelpunum í Pepsi-deildinni að ári
Róbert Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá meistaraflokki kvenna í Grindavík. Hann tekur við liðinu af Guðmundi Vali Sigurðssyni. Nihad Hasecic hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari en hann mun starfa með Róberti. Grindavík komst upp í Pepsi-deildina í haust en liðið endaði í 2. sæti í 1. deildinni. Róbert þjálfaði karlalið Tindastóls árin 2007 og 2008 og árið 2010 var hann …
Æskan og ellin að tafli í Víðihlíð
Föstudaginn 25. nóvember mætti hluti af krökkunum sem æfa skák hjá skáknefnd UMFG upp í Víðihlíð til að taka áskorun sex eldri borgara. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og uppskáru nokkra ljúffenga sigra gegn þessum öldnu köppum sem hafa margra áratuga reynslu í að hreyfa spítukarlanna fram til sigurs. Það er nú einn af stórum kostunum við skákíþróttina að aldurinn eða …
Skrifað undir samninga í Gula húsinu
Knattspyrnudeild Grindavíkur skrifaði á laugardaginn undir samninga við þá Andra Rúnar Bjarnason, Magnús Björgvinsson og Matthías Örn Friðriksson, samningarnir eru til eins árs eða út leiktíðina 2017. Andri Rúnar skiptir til Grindavíkur frá Víkingi R. og þeir Magnús og Matthías framlengja samninga sína um eitt ár. Í vikunni framlengdi svo leikmaðurinn Will Daniels samning sinn við Grindavík til tveggja ára. …
Grindavík valtaði yfir Snæfell – 1. sætið staðreynd
Grindavík tók á móti Snæfellingum í Domino’s deild karla í gær og endaði leikurinn með stórsigri Grindavíkur, 108-72. Heimamenn fóru illa af stað en Snæfell komst í 8-20 áður en Grindvíkingar vöknuðu og tóku leikinn í sínar hendur. Þeir unnu 2. leikhluta með 12 stigum og leikinn að lokum með 36 stigum. Allir leikmenn Grindavíkur fengu drjúgan spilatíma í gær …