Fimleikamaraþon laugardaginn 13. maí

FimleikarFimleikar, Íþróttafréttir

Maraþon Fimleikadeildar UMFG verður haldið laugardaginn 13. maí frá klukkan 9:00 – 19:00. Iðkendur í elsta hóp ætla að vera í fimleikum í 10 klukkustundir og munu safna áheitum til að fjármagna æfingabúðir. Þau munu ganga í hús dagana 5. – 10. maí og vonum við að þau fái góðar móttökur. Íþróttasalurinn verður opinn fyrir gesti þann 13. maí á …

Gústi Bjarna heldur upp á sextugsafmælið með pílumóti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ágúst Bjarnason heldur sitt árlega pílumót í Gjánni Grindavík. Spilaður verður 501 A OG B. Veglegir vinningar í boði. Þátttökugjald aðeins 3.000 kr. Skráningu lýkur á Facebook kl 9:00 eða í síma 8976354 kl. 10:00 laugardagsmorguninn 6. maí.Veitingar og borðhald hefst kl. 19:30.   Skemmtidagskrá hefst kl. 20:00. Jón Emil Karlsson Ásgeir Guðmundsson trúbador Dagbjartur Willardsson, Guðrún Dagbjartsdóttir og Tamar …

Grindavík vann nýliðaslaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur tryggðu sér fyrstu þrjú stig sumarsins í gær þegar þær lögðu Hauka í nýliðaslag, 2-1. Grindavík var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hálf ótrúlegt að aðeins eitt mark liti dagsins ljós. Hin brasilíska Thaisa De Moraes Rosa Moreno tryggði sigurinn með marki á 71. mínútu en hún var í algjöru lykilhlutverki í gær og tók við fyrirliðabandinu þegar …

Kótilettukvöld sunddeildar UMFG 20. maí

SundÍþróttafréttir, Sund

Laugardagskvöldið 20. maí næstkomandi mun sunddeild UMFG standa fyrir kótilettukvöldi í Gjánni, frá kl. 18:00-20:00. Boðið verður uppá kótilettur í raspi eins og amma gerði þær. Meðlætið er í boði Issa. Verðið er aðeins 4. 000 kr. á mann en fyrir heimsendingu kostar skammturinn 4.500 kr. Einn skammtur er 5 stk kótilettur brúnaðarkartöflur grænarbaunir, rauðkál, smá feiti og rabbarasulta.  Hægt …

Sala og afhending árskorta í fullum gangi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnuvertíðin er hafin og í kvöld, miðvikudag, er fyrsti heimaleikur meistaraflokks kvenna þegar Haukar koma í heimsókn. Sala árskorta er hafin og verða kortin seld og afhent í gula húsinu. Sala árskorta heldur svo áfram næstu daga á sama stað. Grindavík á nú lið bæði í efstu deild karla og kvenna og gildir árskortið á alla heimaleiki hjá báðum liðum …

Lokahóf körfuknattleiksdeildarinnar á föstudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldið föstudaginn 5. maí í Gjánni kl. 19:30. Miðaverð er litlar 2.500 kr og eru allir velkomnir. Tímabilið verður gert upp, góðar veitingar og mikið hlegið. Stjórnin lofar miklu stuði. Veislustjóri verður Gummi Ben, dýrindis matur frá Höllu og mun Sindri Freyr Guðjónsson mæta og taka nokkur lög. Húsið opnar klukkan 19.00 Hægt er að panta miða …

Fyrsti heimaleikur sumarsins í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur leika sinn fyrsta heimaleik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar nýliðar Hauka koma í heimsókn kl. 19:15. Við hvetjum Grindvíkinga til að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á stelpunum okkar sem ætla að láta til sín taka í efstu deild í sumar. Við minnum jafnframt á að sala árskorta er í fullum gangi. 

Stelpurnar töpuðu í Árbænum í jöfnum leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Flestir leikmenn meistaraflokks kvenna hlutu eldskírn sína í efstu deild síðastliðinn fimmtudag þegar Grindavík sótti Fylki heim í Árbæinn, en Grindavík lék síðast í efstu deild kvenna sumarið 2011. Grindavík fékk á sig mark í fyrri hálfleik og gerði Róbert nokkrar breytingar á skipulaginu í hálfleik. Var allt annar bragur á leik liðsins í seinni hálfleik en þær náðu þó …

Til hamingju með silfrið, Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Eftir magnaða endurkomu úr stöðunni 0-2 og eitt magnaðasta öskubuskuævintýri í úrslitakeppni karla hin seinni ár varð lokaniðurstaðan fremur snautlegt tap gegn KR síðastliðinn sunnudag. Grindavík er því næst besta lið Íslands þetta árið og mega strákarnir og Grindvíkingar allir sáttir við una. Liðið sýndi það og sannaði í þessari úrslitakeppni að Grindavíkurhjartað í þessum strákum er stórt og þeir …

Strákarnir lönduðu stigi í fyrsta leik tímabilsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Endurkoma Grindavíkur í efstu deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi var lituð af mikilli rigningu og roki, en það eru svo sem aðstæður sem okkar menn þekkja ágætlega. Stjarnan var mætt í heimsókn á Grindavíkurvöll en Fótbolti.net spáði liðinu í 4. sæti, en Grindvíkingum falli. Lokatölur leiksins urðu 2-2 en Stjarnan jafnaði leikinn með umdeildu marki skömmu fyrir leikslok. Eins …