Þriðja tapið í röð staðreynd hjá Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tapaði sínum þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla í gær þegar liðið tapaði heima gegn Víkingum, 1-2. Grindvíkingar voru betra liðið á vellinum í fyrri hálfleik en náðu ekki að reka endahnútinn á sóknir sínar og staðan 0-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik tóku gestirnir völdin og settu tvö mörk. Andri Rúnar náði að svara með einu marki …

Færeyski landsliðsmaðurinn Rene Joensen til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar halda áfram að stækka hópinn fyrir seinni hluta Pepsi-deildar karla en hinn færeyski Renene Joensen  hefur staðfest við færeyska fjölmiðla að hann hafi skrifað undir samning við Grindavík sem gildir út tímabilið. Rene, sem er 24 ára, getur leikið á báðum köntunum, jafn í bakverði og á miðju.    Fótbolti.net greindi frá: Rene var í yngri liðum Bröndby á …

Grindavík – Víkingur í kvöld kl. 19:15

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tekur á móti Víkingi frá Reykjavík í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Frá kl. 18:00 verður hitað upp í Gjánni þar sem hamborgarar verða á grillinu. Jói útherji verður einnig á staðnum með Grindavíkurvörur. Áfram Grindavík!

Fimleikadeild UMFG auglýsir eftir þjálfurum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Fimleikadeild UMFG auglýsir eftir aðstoðar- og yfirþjálfara. Við leitum að barngóðum einstaklingum í þjálfarateymi okkar. Við gerum kröfu um sjálfstæð vinnubrögð og reynslu af fimleikum. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf þann 1. september.  Umsóknir skal senda á fimleikadeildumfg@gmail.com

Knattspyrnudeild UMFG auglýsir eftir yfirþjálfara

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Við leitum að metnaðarfullum, skipulögðum, áreiðanlegum og kraftmiklum einstaklingi með reynslu og menntun í knattspyrnuþjálfun. Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með mannleg samskipti og leita leiða til að efla en frekar yngri flokka starf félagsins. Yfirþjálfari hefur m.a. yfirumsjón með faglegu barna- og unglingastarfi sem skal unnið samkvæmt siðareglum, uppeldisáætlun og lögum félagsins sem og ítarlegri starfslýsingu sem mun fylgja …

Angela Rodriguez þjálfar stelpurnar í vetur – sex leikmenn skrifuðu undir

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Á dögunum tilkynnti Körfuknattleiksdeild UMFG um ráðningu þjálfara meistaraflokks kvenna fyrir komandi vetur en Angela Rodriguez mun bæði þjálfa liðið og leika með því. Angela lék með liðinu eftir áramót á liðnu tímabili en náði aðeins að leika 4 leiki vegna ótrúlegra tafa á veitingu atvinnuleyfis. Þá skrifuðu 6 leikmenn undir samninga á dögunum þess efnis að spila með liðinu …

Edu Cruz og Simon Smidt í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík hefur fengið tvo nýja leikmenn til liðs við sig í Pepsi-deild karla. Það eru þeir Edu Cruz sem kemur frá Raufoss í Noregi og Simon Smidt sem kemur frá Fram. Edu ættu flestir Grindvíkingar að kannast við en hann lék með liðinu í Inkasso deildinni í fyrra.  Edu er varnarmaður og er m.a. ætlað að fylla það skarð sem …

Knattspyrnudeild UMFG og HS Orka framlengja samstarfssamning sinn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrndeild UMFG og HS Orku endurnýjuðu á dögunum samstarfssamning sinn, en öflugir styrktaraðilar eru ein af frumforsendunum til að halda úti öflugu íþróttastarfi í Grindavík. Svo skemmtilega vill til að tveir leikmenn meistaraflokks karla, þeir Gunnar Þorsteinsson og Matthías Friðriksson, starfa einmitt hjá HS Orku, svo að gott gengi Grindavíkur í sumar hefur án vafa skilað góðu skapi í höfuðstöðvar …

Admir Kubat til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar munu stækka hópinn í Pepsi-deild karla þegar félagskiptaglugginn opnar á laugardaginn en Admir Kubat mun þá formlega skipta yfir í Grindavík. Admir hefur æft með Grindavík undanfarið en hann leikur með Þrótti frá Vogum í 3. deildinni. Admir var valinn besti leikmaður Víkings frá Ólafsvík sumarið 2015 en sleit krossband á undirbúningstímabilinu í fyrra. Hann er nú óðum að komast …

Grindavík á toppinn í Pepsi-deildinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tyllti sér á topp Pepsi-deildarinnar í gær með góðum sigri á KA hér í Grindavík, 2-1. Gestirnir komust yfir snemma í leiknum en Grindvíkingar hættu aldrei að berjast og sækja og uppskáru að launum 3 góð stig. Sigurinn er sérstaklega sætur í ljósi þess hversu laskaður hópurinn er vegna meiðsla. Á sama tíma gerðu Valsmenn jafntefli og deila liðin …