Admir Kubat til Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar munu stækka hópinn í Pepsi-deild karla þegar félagskiptaglugginn opnar á laugardaginn en Admir Kubat mun þá formlega skipta yfir í Grindavík. Admir hefur æft með Grindavík undanfarið en hann leikur með Þrótti frá Vogum í 3. deildinni. Admir var valinn besti leikmaður Víkings frá Ólafsvík sumarið 2015 en sleit krossband á undirbúningstímabilinu í fyrra. Hann er nú óðum að komast í sitt fyrra form eftir þessi erfiðu meiðsli.

Fótbolti.net greindi frá:

Grindvíkingar eru að fá varnarmanninn Admir Kubat til liðs við sig frá Þrótti Vogum í 3. deildinni samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Admir var valinn bestur hjá Víkingi Ólafsvík þegar liðið vann 1. deildina árið 2015.

Admir sleit krossband á undirbúningstímabilinu með Víkingi í fyrra en í vor gekk hann til liðs við Þrótt þar sem hann hefur spilað í 3. deildinni í sumar.

Hinn 28 ára gamli Admir hefur æft með Grindvíkingum að undanförnu og hann gengur til liðs við félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar á laugardag.

Admir er frá Bosníu Hersegóvínu en hann á meðal annars að hjápla til við að fylla skarð Jóns Ingasonar sem fer úr vörn Grindavíkur í ágúst þegar hann heldur út til Bandaríkjanna í nám.

Grindvíkingar eru jafnir Val á toppi Pepsi-deildarinnar en liðið mætir Fjölni á mánudaginn.

 

Uppfært 25. júlíi: Ekkert verður úr fyrirhuguð félagaskiptum Admir Kubat til Grindavíkur þar sem að samningaviðræður við hann sigldu í strand