Grindavík hefur fengið tvo nýja leikmenn til liðs við sig í Pepsi-deild karla. Það eru þeir Edu Cruz sem kemur frá Raufoss í Noregi og Simon Smidt sem kemur frá Fram. Edu ættu flestir Grindvíkingar að kannast við en hann lék með liðinu í Inkasso deildinni í fyrra.
Edu er varnarmaður og er m.a. ætlað að fylla það skarð sem Jón Ingason mun skilja eftir sig en hann heldur til Bandaríkjanna til náms í ágúst. Simon er kantmaður og kemur til Grindavíkur á frjálsri sölu þar sem að hann var ekki með KSÍ samning við Fram. Hann hefur leikið 13 leiki í Inkasso í sumar og skorað í þeim 2 mörk, en hann lék með ÍBV í Pepsi-deildinni fyrra þar sem hann skoraði 3 mörk í 19 leikjum.
Við greindum frá því á dögunum að Admir Kubat væri á leið til liðsins frá Þrótti í Vogum en ekkert verður úr þeim félagaskiptum þar sem samningaviðræður hans og Grindavíkur sigldu í strand.
Umfjöllun Fótbolta.net um félagaskipti Edu Cruz annars vegar og Simon Smidt hinsvegar