Á föstudaginn komu saman nokkrir af helstu stuðningsaðilum knattspyrnunnar í Grindavík og skrifuðu undir áframhaldandi styrktarsamninga. Aðeins eitt lið í Evrópu hefur haft sama fyrirtæki framan á búningnum lengur en Lýsi hefur verið á Grindavíkurbúningum. Skrifað var undir samning við IceWest, Lýsi, Haustak, Þorbjörn og Vísir og munu þessir samningar styrkja undirstöðuna og rekstur deildarinnar. Það kemur engum á óvart að …
Juraj Grizwlj í Grindavík – Alen Sutej á reynslu
Grindvíkingar hafa samið við króatíska kantmanninn Juraj Grizwlj en hann hefur hafið æfingar með liðinu. Juraj er 26 ára gamall en hann getur leikið á báðum köntunum sem og framarlega á miðjunni. Grindvíkingar hafa einnig fengið slóvenska varnarmanninn Alen Sutej á reynslu. Sutej lék með Keflavík 2009 og 2010 áður en hann gekk til liðs við FH. Þar var Sutej …
Þorleifur duglegastur og Sverrir besti þjálfarinn
Verðlaun fyrir úrvalslið síðari hlutans í Domino´s deild karla voru afhent í dag þar sem Grindvíkingurinn Þorleifur Ólafsson var valinn duglegasti leikmaðurinn og Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindvíkinga var valinn besti þjálfarinn. Úrvalslið síðari hluta umferðinnar var svona skipað: Justin Shouse – Stjarnan Elvar Már Friðriksson – Njarðvík Guðmundur Jónsson – Þór Þorlákshöfn Kristófer Acox – KR Michael Craion – …
Grindavík mætir Skallagrími í átta liða úrslitum
Grindavík sigraði Tindastól 97-91 á Sauðárkróki í lokaumferð úrvalsdeildar karla í körfubolta. Deildarmeistarar Grindavíkur mæta Páli Axel Vilbergssyni og félögum í Skallagrími í átta liða úrslitum. Tapið Tindastóls hafði í för með sér að liðið féll úr úrvalsdeildinni. Leikurinn var frekar jafn allan tímann en sigur Grindavíkur verðskuldaður. Nú bíður liðsins það skemmtilega verkefni að verja Íslandsmeistaratitilinn og fyrirliði liðsins …
Tækniæfing 3. og 4. flokks flyst til um einn dag
Tækniæfing verður fyrir 3. og 4. flokk stúlkna og drengja þriðjudaginn 19. mars kl. 10:00 í Hópinu, í stað miðvikudags eins og áður var auglýst. Kemur breytingin til vegna árshátíðar grunnskólans. Tækniæfingar fyrir hressa og káta fótboltakrakka á öllum aldri eru á mánudögum kl. 14:00-15:00 í Hópinu. Umsjón: Yfirþjálfari yngri flokka ásamt góðum gestum.
Tomi Ameobi farinn frá Grindavík
Tomi Ameobi hefur yfirgefið herbúðir Grindvíkinga en hann hefur gengið til liðs við félag á Englandi að því er fram kemur á fotbolti.net. Tomi kom til Íslands vorið árið 2011 þegar hann gekk til liðs við BÍ/Bolungarvík. Í fyrra gekk þessi 24 ára gamli framherji til liðs við Grindavík þar sem hann skoraði fjögur mörk í tuttugu deildar og bikarleikjum. …
Grindavík deildarmeistari annað árið í röð
Grindavík varð deildarmeistari annað árið í röð eftir nokkuð öruggan sigur á Fjölni í næst síðustu umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta, 97-82. Aaron Broussard var mikinn hjá Grindavík og skoraði 25 stig og hirti 14 fráköst an Sammy Zeglinski skoraði reyndar 26. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en Grindavík hafði 8 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og 10 stiga forskot í …
Fer bikar á loft í Röstinni í kvöld? – Ókeypis aðgangur
Grindavík tekur á móti Fjölni í næst síðustu umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í Röstinni kl. 19:15. Fari Grindavík með sigur af hólmi tryggir liðið sér deildarmeistaratitilinn og fær bikarinn afhentan í leikslok. Í tilefni 50 ára afmælis útibús Landsbankans í Grindavík býður bankinn bæjarbúum á leikinn. Því er um að gera fyrir Grindvíkinga að fjölmenna í Röstina og styðja …
Aðalfundur sunddeildar UMFG
Aðalfundur Sunddeildar UMFG verður haldinn miðvikudaginn 20. mars kl 20:00 í aðstöðu UMFG við grunnsklólann. DAGSKRÁ: Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla formanns Skýrsla gjaldkera Kosning í stjórn Kosning í foreldraráð Önnur mál
Grindavík á toppinn á ný
Grindavík skellti KFÍ á Ísafirði í úrvalsdeild karla í körfubolta með því að leggja heimamenn að velli 112-93 á Ísafirði í gærkvöld. Grindavík var fimm stigum yfir í hálfleik, 45-40. Grindavík gerði út um leikinn í þriðja leikhluta þegar liðið náði 17 stiga forystu 80-63. Grindavík er með 32 stig, eitt í efsta sæti Dominos deildarinnar. KFÍ er í neðsta …