Grindavík deildarmeistari annað árið í röð

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík varð deildarmeistari annað árið í röð eftir nokkuð öruggan sigur á Fjölni í næst síðustu umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta, 97-82. Aaron Broussard var mikinn hjá Grindavík og skoraði 25 stig og hirti 14 fráköst an Sammy Zeglinski skoraði reyndar 26.

Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en Grindavík hafði 8 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og 10 stiga forskot í hálfleik. Grindavík náði svo að landa sigrinum í lokin. Verður spennandi að sjá hverjir verða andstæðingar Grindvíkinga í 8 liða úrslitum og hefur Grindavík nokkuð um það að segja þegar liðið fer norður og mætir Tindastóli í lokaumferðinni. Ýmislegt bendir til þess að andstæðingarnir gætu orðið Páll Axel Vilbergsson og félagar í Skallagrími.

Grindavíkur hefur leikið allra lið best í vetur í deildinni og sýnt mesta stöðugleikan. Styrkur liðsins felst í góðri breidd í leikmannahópnum. Grindavík verður að teljast ansi líklegt til þess að verja titilinn en nú bíða verðugir andstæðingar á leiðinni, þar á meðal sumir sem hafa reynst Grindavík mjög erfiðir í vetur eins og Stjarnan og Þór.

Grindavík-Fjölnir 97-82 (25-17, 23-21, 20-23, 29-21)
Grindavík: Samuel Zeglinski 26, Aaron Broussard 25/14 fráköst/5 stolnir, Jóhann Árni Ólafsson 15/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/6 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 6, Ryan Pettinella 4/4 fráköst/6 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jón Axel Guðmundsson 2.

Staðan:
1. Grindavík 21 17 4 2058:1825 34
2. Þór Þ. 21 15 6 1947:1808 30
3. Snæfell 21 15 6 2022:1833 30
4. Stjarnan 21 14 7 1984:1848 28
5. Keflavík 21 13 8 1934:1862 26
6. Njarðvík 21 12 9 1903:1815 24
7. KR 21 11 10 1816:1804 22
8. Skallagrímur 21 7 14 1688:1849 14
9. ÍR 21 6 15 1740:1880 12
10. Tindastóll 21 6 15 1690:1809 12
11. Fjölnir 21 5 16 1743:1961 10
12. KFÍ 21 5 16 1857:2088 10

 

Þorleifur Ólafsson fyrirliði með bikarana.

Myndir: Víkurfréttir.