Lokaleikur knattspyrnusumarsins á morgun – og svo lokahóf!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík leikur sinn síðasta keppnisleik þetta árið á morgun, þegar liðið tekur á móti ÍBV. Leikurinn hefst kl. 14:00 og hvetjum við Grindvíkinga til að loka þessu fótboltasumari með stæl og fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á okkar mönnum. Um kvöldið er svo komið að lokahófi knattspyrnudeildarinnar, en það verður haldið í íþróttahúsinu. Húsið opnar kl. 20:00 og …

Grindavíkurkonur kvöddu efstu deild með sigri

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Það var að litlu að keppa á Grindavíkurvelli á laugardaginn þegar botnlið deildarinnar, Grindavík og FH, mættust í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Bæði lið voru þegar fallin úr deildinni og má því segja að þarna hafi verið spilað upp á heiðurinn. Grindavíkurkonur svöruðu því kalli ágætlega og fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi, 2-0. Það voru þær Helga Guðrún Kristinsdóttir og …

Grindavík tapaði á Akureyri í 7 marka leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Þrenna frá Sam Hewson dugði Grindvíkingum skammt á Akureyrarvelli á sunnudaginn þar sem liðið fékk á sig 4 mörk á fyrstu 33 mínútum leiksins. Staðan í hálfleik var 4-2 heimamönnum í vil. Grindvíkingar komu ágætlega til baka í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í eitt mark á 74. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Í uppbótartíma átti Rodrigo svo fast skot …

Atvinna – Vallarstjóri (starfmaður við íþróttamiðstöð)

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurbær auglýsir eftir starfsmanni til að starfa við íþróttamiðstöðina (vallarstjóra). Helstu verkefni vallarstjóra eru  að sjá um umhirðu á íþróttavöllunum og hafa umsjón með Hópinu. Leitað er að einstaklingi  sem hefur; –    Góða skipulagshæfileika, getur unnið sjálfstætt og tekið frumkvæði, –    Vinnuvélaréttindi. –    Er laghentur og getur sinnt minni háttar lagfæringum. –    Getur unnið sveigjanlega vinnutíma. –    Góða hæfni í …

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG laugardaginn 29. september – forsala hafin

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG verður haldið laugardaginn 29. september í íþróttahúsinu. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald kl. 20:30. Helgi Björns og reiðmenn vindanna/SSsól leika fyrir dansi að borðhaldi loknu.  Miðasala er hafin í Gula húsinu hjá Eiríki (s. 863-2040), hjá Ragnheiði (s. 865-5218) og hjá Petru Rós (s. 869-5570)

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG laugardaginn 29. september

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG verður haldið laugardaginn 29. september í íþróttahúsinu. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald kl. 20:30. Helgi Björns og reiðmenn vindanna/SSsól leika fyrir dansi að borðhaldi loknu.  Miðasala er hafin í Gula húsinu hjá Eiríki (s. 863-2040), hjá Ragnheiði (s. 865-5218) og hjá Petru Rós (s. 869-5570)

Grindavík fallið úr Pepsi-deild kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Það var sannkallaður lífróður hjá Grindavík í Pepsi-deild kvenna í gær þegar liðið sótti KR heim. Grindavík varð að taka öll þrjú stigin til að halda voninni um sæti í efstu deild að ári á lífi. Það fór þó ekki betur en svo að KR vann leikinn, 2-1, og er Grindavík því fallið úr deildinni þegar ein umferð er eftir.  …

Tveir sigrar í næstu tveimur leikjum það eina sem getur bjargað stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Það blæs ekki byrlega fyrir Grindavíkurkonur í Pepsi-deildinni þessa dagana en liðið tapaði dýrmætum stigum í fallbaráttunni á laugardaginn. Grindavík tók þá á móti ÍBV við erfiðar knattspyrnuaðstæður, en mikil rigning og hávaðarok settu svip sinn á leikinn. Lokatölur leiksins urðu 1-2 þar sem Rio Hardy skoraði mark Grindavíkur úr vítaspyrnu. Blaðamaður Fótbolta.net skrifaði tapið á klaufaleg mistök og einbeitingarleysi, …

Ingibjörg með Grindavík á ný í vetur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Ingibjörg Jakobsdóttir hefur ákveðið að draga körfuboltaskóna af hillunni og leika með Grindavík í 1. deild kvenna í vetur. Ingibjörg er reynslubolti í faginu, en hún hefur leikið bæði með Grindavík og Keflavík og þá lék hún einnig í Danmörku og á fjölmarga landsleiki að baki, bæði með A-landsliðinu sem og yngri landsliðum. Karfan.is greindi frá: Ingibjörg Jakobsdóttir með Grindavík …

Óli Stefán lætur af störfum í lok tímabilsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Óli Stefán Flóventsson, sem þjálfað hefur meistaraflokk karla í knattspyrnu síðastliðin þrjú ár, mun láta af störfum í lok tímabilsins. Þetta tilkynnti stjórn deildarinnar í gær en nokkur umræða hefur skapast á síðustu dögum um framtíð Óla í starfi. Óli hefur unnið mikið og gott uppbyggingarstarf með skýra framtíðarsýn fyrir Grindavíkurliðið frá því að hann tók við liðinu í 1. …