Brandon Roberson spilar með Grindavík í vetur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þá eru leikmannamál erlendra leikmanna komin á hreint fyrir veturinn í körfunni, en karlalið UMFG hefur samið við bandaríska leikstjórnandann Brandon Roberson og mun hann því spila með liðinu á komandi leiktíð. Áður höfðum við greint frá því að Rachel Tecca muni spila með kvennaliðinu í vetur. Roberson er 27 ára gamall og lék síðast í Kósóvó með KB RTV …

Námskeiðið ,,Æft að hætti atvinnumanna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Síðasta námskeið sumarsins í Knattspyrnuskóla UMFG hófst í dag. Hægt er að skrá sig á staðnum, eða með því að senda póst á aegir@umfg.is Athugið að verðið á síðasta námskeiðið er lægra en á fyrri námskeið, eða 5.000 kr. 6.ágúst-22.ágúst Æft að hætti atvinnumanna. Eldri fyrir hádegi (5.bekkur- 8.bekkur) kl.10.00 Yngri eftir hádegi (1.bekkur-4.bekkur) kl.13.00 Skráning á staðnum eða á …

Skráning í síðasta knattspyrnuskóla sumarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Knattspyrnuskóli UMFG hefur staðið yfir í allt sumar og nú er komið að síðasta námskeiðinu. Athugið sérstaklega að verðið hefur lækkað um 1.000 krónur frá því sem áður var auglýst. Námskeiðið hefst 6. ágúst og er skráning á staðnum en einnig er hægt að senda póst á aegir@umfg.is 6.ágúst-22.ágúst Æft að hætti atvinnumanna. Eldri fyrir hádegi (5.bekkur- 8.bekkur) kl.10.00 Yngri …

Grindavík – BÍ/Bolungarvík í dag klukkan 18:00

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík og BÍ/Bolungarvík mætast á Grindavíkurvelli í dag klukkan 18:00.  Liðin eru í 10. og 11. sæti fyrir leiki kvöldsins og því allt lagt undir til að komast úr botnsæti.  Fyrir rúmlega mánuði mættust liðin á Torfnesvelli þar sem BÍ sigraði með einu marki gegn engu.   Frá þeim leik hefur margt breyst hjá Grindavík. Strákarnir hafa sótt 8 stig …

3. flokkur karla á æfingamóti á Benidorm

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það var fríður hópur drengja sem hélt af stað til Benidorm á Spáni til að taka þátt í Costa Blanca cup. Þetta voru 18 drengir, tveir fararstjórar ásamt þjálfara. Alls voru spilaðir fjórir leikir í ferðinni, þar af þrír í riðlinum. Þar gerðu þeir eitt jafntefli en töpuðu tveimur leikjum. Þeir léku síðan einn leik til viðbótar í B-úrslitum sem …

Jafntefli heima gegn topplið Leiknis

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Síðastliðinn föstudag mættust á Grindavíkurvelli okkar menn í Grindavík og Breiðhyltingarnir í Leikni, en fyrir leikinn sátu þeir í toppsætinu meðan Grindvíkingar reyna að rífa sig frá botnbaráttunni. Leikurinn, sem sýndur var beint á SportTV, fór ekki vel af stað fyrir heimamenn en eftir aðeins 20 mínútna leik var staðan orðin 0-2 fyrir gestina. En þá hrukku okkar menn í …

Íslandsmeistaramót í götuhjólreiðum – Fréttatilkynning frá Hjólareiðasambandi Íslands

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Þann 10. ágúst næstkomandi mun fara fram á Suðurstrandarvegi, Íslandsmeistaramót í götuhjólreiðum. Við munum örugglega færa ykkur nánari fréttir af herlegheitunum þegar nær dregur, en hér að neðan má lesa fréttatilkynningu frá Hjólareiðasambandi Íslands um mótið. ,,Íslandsmeistaramót í götuhjólreiðum (Hópstart) verður haldið sunnudaginn 10. ágúst 2014 kl. 10:00. Vegalengdin sem hjóluð verður er um það bil 105 km. Hjólað verður …

Grindavík mætir toppliði Leiknis í kvöld, föstudag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík mætir toppliði Leiknis í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld kl. 19:15. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu kom góður sigur hjá okkar mönnum á móti Tindastóli en því miður náðum við aðeins einu stigi úr leiknum á móti Selfossi. Það er fátt annað í spilunum en sigur í kvöld því annars er hætt við að okkar menn fari …

Góður sigur hjá stelpunum í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Stelpurnar í meistaraflokki sýndu úr hverju þær eru gerðar í gær þegar þær sigruðu topplið Fjölnis 2-1. Það voru þær Sara Hrund Helgadóttir og Helga Guðrún Kristinsdóttir sem skoruðu mörk Grindavíkur. Liðið hefur verið á góðri siglingu í undanförnum leikjum og eftir þennan sigur eru þær í þriðja sæti, aðeins þremur stigum frá toppsætinu. Það er óskandi að þessi sigurvilji …

Grindavík mætir Fjölni í kvöld, allir á völlinn!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Þá er komið að mikilvægum leik hjá meistaflokki kvenna en topplið Fjölnis mætir í heimsókn í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:15. Stelpurnar okkar eru í þriðja sæti fyrir leik kvöldsins og eru búnar að vera á góðri siglingu undanfarið.   Vonandi láta sem flestir sjá sig í stúkunni. ÁFRAM GRINDAVÍK!