Góður sigur hjá stelpunum í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Stelpurnar í meistaraflokki sýndu úr hverju þær eru gerðar í gær þegar þær sigruðu topplið Fjölnis 2-1. Það voru þær Sara Hrund Helgadóttir og Helga Guðrún Kristinsdóttir sem skoruðu mörk Grindavíkur. Liðið hefur verið á góðri siglingu í undanförnum leikjum og eftir þennan sigur eru þær í þriðja sæti, aðeins þremur stigum frá toppsætinu.

Það er óskandi að þessi sigurvilji smitist yfir á strákana en þeir eiga heimaleik gegn Tindastóli í kvöld kl. 19:15 og má með sanni segja að nú sé komið að ögurstundu ef þeir ætla sér að eiga möguleika í toppbaráttuna þegar líður á sumarið.

 

Mynd: Fótbolti.net, ljósmyndari Einar Ásgeirsson