Íslandsmeistaramót í götuhjólreiðum – Fréttatilkynning frá Hjólareiðasambandi Íslands

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Þann 10. ágúst næstkomandi mun fara fram á Suðurstrandarvegi, Íslandsmeistaramót í götuhjólreiðum. Við munum örugglega færa ykkur nánari fréttir af herlegheitunum þegar nær dregur, en hér að neðan má lesa fréttatilkynningu frá Hjólareiðasambandi Íslands um mótið.

,,Íslandsmeistaramót í götuhjólreiðum (Hópstart) verður haldið sunnudaginn 10. ágúst 2014 kl. 10:00. Vegalengdin sem hjóluð verður er um það bil 105 km.
Hjólað verður frá Grindavík austur Suðurstrandaveg (427) að Þorlákshafnarvegi, snúið þar við og sama leið hjóluð til baka eða Suðurstrandaveg (427).
Endamark verður fyrir austan við Grindavík á Suðurstrandavegi (427).

F. h. Hjólreiðasamband Íslands

Albert Jakobsson”

Leiðin sem hjóluð verður