Stelpurnar áfram á sigurbraut, strákarnir byrjuðu á tapi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Kvennalið Grindavíkur í Dominosdeildinni í körfubolta hefur farið vel af stað í fyrstu leikjum vetrarins sem báðir hafa unnist. Á laugardaginn voru það Blikar sem lágu í valnum en lokatölur voru 57-80 Grindvíkingum í vil, eftir fremur jafnan leik framan af. Rachel Tecca var aftur stigahæst Grindvíkinga með 28 stig en hún reif niður 15 fráköst í kaupbæti. Í þessum …

Grindvíkingar semja við nýjan erlendan leikmann

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Karfan.is greindi frá því í gærkvöldi að karlalið Grindavíkur í Dominosdeild karla hafi samið við nýjan erlendan leikmann, Joey Haywood að nafni. Haywood er 185 cm hár bakvörður og lék síðast í dönsku deildinni með Álaborg. Grindvíkingar hefja leik gegn Haukum á útivelli í kvöld og mun Haywood þreyta frumraun sína með liðinu í þeim leik. Haywood þessi er fæddur …

Sigur í fyrsta leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurstúlkur fóru vel af stað í Dominos deildinni kvenna í fyrsta leik haustsins sem fór fram á okkar heimavelli í gærkvöldi þar sem Hamar kom í heimsókn. Lokatölur voru 93-80, Grindvíkingum í vil, en okkar stúlkur voru með forystu frá fyrstu mínútu og létu hana aldrei af hendi. Stigahæst Grindvíkinga var hinn nýji erlendi leikmaður, Rachel Tecca, en hún skoraði …

Hilmar McShane er yngsti leikmaður efstu deildar í knattspyrnu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Hilmar Andrew McShane varð síðastliðinn laugardag yngsti leikmaður efstu deildar frá upphafi þegar hann kom inná í leik Keflavíkur gegn Víkingi í Pepsi-deild karla. Með því sló hann met sem sem Sigurbergur Elísson liðsfélagi hans setti árið 2007. Hilmar var 15 ára og 56 daga þegar hann kom inná en hann bætti gamla metið um 49 daga. Hilmar, sem er …

Páll Guðmundsson valinn besti leikmaður Þróttar í Vogum – Grindvíkingar í aðalhlutverki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindvíkingar hafa verið áberandi hjá Þrótti í Vogum í knattspyrnunni í sumar. Þorsteinn Gunnarsson þjálfaði liðið og margir leikmenn liðsins eru uppaldir Grindvíkingar. Skemmst er frá því að segja að á lokahófi liðsins á dögunum var það Grindavíkingurinn Páll Guðmundsson sem var valinn besti leikmaður liðsins en hann var einnig markahæstur með 17 mörk. Þá var grindvíska varnartröllið og öðlingsdrengurinn …

Nýtt Zumba námskeið í október

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Nýtt Zumba® Fitness hjá Jeanette Sicat í október. Námskeiðið hefst 6. október og fara tímarnir fram í Kvennó. Tímar eru á eftirfarandi dögum: Mánudögum kl 18:00 Þriðjudögum kl 17:30 Miðvikudögum kl 18:00 Verðskrá: 13.000 fyrir námskeið en 1.300 fyrir staka tíma. Námskeiðið er 12 skipti Skráning í fullum gangi í tölvupósti eða hjá Jeanette í síma 845- 0363.

Siggi Þorsteins heldur í Viking

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Enn kvarnast úr liði Grindavíkur fyrir átökin í úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur. Fyrir skömmu var hinn bandaríski leikstjórnandi Brendon Roberson sendur heim og nú er það miðherjinn sterki, Sigurður Þorsteinsson, sem yfirgefur liðið en Sigurður hefur skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarliðið Solna Vikings. Vistarskipti Sigga eru þó öll á jákvæðu nótunum, þó svo að við Grindvíkingar séum svekktir …

Lokahóf hjá 3. og 4. flokki karla í knattspyrnu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Lokahóf 3. og 4. flokks karla og kvenna fór fram á þriðjudaginn í síðustu viku og var hófið haldið í grunnskólanum. Þorlákur Árnason, þjálfari og fræðlustjóri KSÍ, hélt tölu yfir krökkunum, veitt voru verðlaun fyrir mætingu, framfarir og mikilvægustu leikmenn flokkana. Að lokum var síðan risa kökuhlaðborð að grindvískum sið. Viðurkenningar voru eftifarandi: 4.fl kvenna: Mikilvægasti leikmaður: Kristín Anítudótttir Mcmillan …

Daníel Leó og Guðrún Bentína bestu leikmennirnir

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG var haldið á laugardaginn í íþróttahúsinu og voru rúmlega 350 matargestir og um 500 manns á balli með Stjórninni. Veislustjórinn Örvar Þór Kristjánsson fór á kostum, KK var frábær og Helgi Björns kom gestum í gírinn fyrir ballið.Leikmenn ársins voru í kvennaflokki Guðrún Bentína Frímannsdóttir og í karlaflokki Daníel Leó Grétarsson. Fleiri myndir má finna á facebook …