Hilmar McShane er yngsti leikmaður efstu deildar í knattspyrnu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Hilmar Andrew McShane varð síðastliðinn laugardag yngsti leikmaður efstu deildar frá upphafi þegar hann kom inná í leik Keflavíkur gegn Víkingi í Pepsi-deild karla. Með því sló hann met sem sem Sigurbergur Elísson liðsfélagi hans setti árið 2007. Hilmar var 15 ára og 56 daga þegar hann kom inná en hann bætti gamla metið um 49 daga.

Hilmar, sem er sonur knattspyrnukappans Paul McShane, er uppalinn í yngri flokkum Grindavíkur en skipti yfir í Keflavík í sumar. Það er ljóst að Hilmar er í hópi efnilegri knattspyrnumanna Íslands en hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og einnig verið valinn í hóp hjá Skotum. Hann hefur enn nokkur ár til að ákveða með hvoru landsliðinu hann vill spila í framtíðinni.