Grindvíkingar tóku stóran séns fyrir jól þegar ákveðið var að óska ekki eftir því að Rachel Tecca kæmi aftur til Íslands eftir jólafrí. Tecca hafði verið einn af betri erlendu leikmönnum deildarinnar í ár og oftar en ekki borið Grindavíkurliðið á herðum sínum sóknarlega. En þegar menn leggja mikið undir geta þeir líka unnið mikið og miðað við frammistöðu hins …
Skriðsundnámskeið fyrir fullorðna
Sunddeild UMFG heldur sundnámskeið fyrir fullorðna í janúar og febrúar. Námskeiðin verða tvö og standa yfir í þrjár vikur í senn, mánudag til föstudags og hefjast klukkan 18:30. Verð: 15.000 krónur á hvort námskeið. Skráning á fyrra námskeiðið er hérna. Skráning á seinna námskeiðið er hérna. Fyrra námskeiðið fer fram frá 19. janúar – 6. febrúar. Seinna námskeiðið fer fram …
Knattspyrnunámskeið UMFG og Lýsi helgina 30. janúar – 1. febrúar
Knattspyrnudeild UMFG og Lýsi heldur knattspyrnunámskeið fyrir stráka og stelpur helgina 30. janúar – 1. febrúar. Með stolti kynnum við til sögunnar knattspyrnuskóla knattspyrnudeildar UMFG og Lýsis 2015 fyrir 3. – 5. flokk stráka og stelpna. Mikil áhersla er lögð á að einstaklingurinn fái að njóta sín í knattspyrnuskólanum. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að hver og …
Haukar lagðir í fyrsta leik ársins
Eftir brösulegt gengi framan af tímabili girtu strákarnir okkar í brók í gær og unnu sannfærandi sigur á Haukum hér á heimavelli, 94-80. Öfugt við það sem hefur oft gerst í vetur þá hrundi leikur okkar manna ekki í 3. leikluta, heldur mættu þeir eins og grenjandi ljón úr búningsklefanum og rúlluðu yfir Haukana, 34-17. Eins og fram hefur komið …
Grindavík tekur þátt í fótbolta.net mótinu
Fimmta árið í röð stendur Fótbolti.net fyrir æfingamóti í janúar þar sem mörg af sterkustu liðum landsins taka þátt. Grindavík er eitt af aðeins tveimur liðum úr 1. deild sem eru í A-deild mótsins. Fyrsti leikur Grindavíkur er laugardaginn 10. janúar í Reykjaneshöll gegn Keflavík kl. 10:30. Grindavík leikur í B-riðli ásamt ÍBV, Keflavík og Stjörnunni. Leikir Grindavíkur eru eftirfarandi: …
Breytingar á leikmannamálum hjá báðum meistaraflokkum Grindavíkur í körfunni
Grindvíkingar byrja árið á stórtíðindum í leikmannamálum þetta árið. Rachel Tecca kemur ekki til baka úr jólafríinu í Bandaríkjunum, en hún var þegar búin að kveðja á instagram svo að þessar fréttir ættu ekki að koma mjög á óvart. Þá hefur Maggi Gunn leikið sinn síðasta leik fyrir Grindavík en bræðurnir Jón Axel og Ingvi Guðmundssynir snúa aftur frá Bandaríkjunum. …
Grindvíkingar lokuðu árinu með tveimur sigrum
Eftir ansi brösulega byrjun á tímabilinu hjá meistaraflokki karla í Dominosdeildinni tókst strákunum að enda árið á jákvæðum nótum og geta vonandi haldið áfram á sömu braut á nýju ári. Síðasti leikur ársins var í gærkvöldi þegar Snæfell kom í heimsókn og fóru okkar menn með sigur af hólmi að lokum, 98-87. Fréttaritari síðunnar fjallaði um leikinn fyrir karfan.is og …
Sigur á Val í framlengdum leik
Grindavíkurstúlkur unnu góðan sigur á Val í síðasta leik fyrir jólafrí í gærkvöldi, 71-77 og skutu sér í kjölfarið í 4. sæti deildarinnar. Valsstúlkur léku án síns erlenda leikmanns en það virtist lítið há þeim og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í leiknum. Rachel Tecca lét óvenju lítið fyrir sér fara í þessum leik, en skilaði þó tvöfaldri …
Jólabón körfunnar
Þá er komið að hinu árlega jólabóni körfunnar. Þetta er gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir okkur og hefur vel verið tekið á móti okkur síðustu ár. Og enn bætum við í með skipulag, mannskap og gæðaeftirlit en það hefur einmitt verið til fyrirmyndar. Að sjálfsögðu er um alþrif að ræða og verðskráin er eftirfarandi : Fólksbíll – 8.000 Jepplingur – 10.000 …
Sætur sigur á Keflavík og 4. sætið innan seilingar
Grindavíkurstúlkur tóku á móti Keflavík síðastliðinn sunnudag og er skemmst frá því að segja að okkar konur lönduðu góðum sigri, 70-79. Sigurinn hefur sennilega verið extra sætur fyrir Sverri og stelpurnar hans enda fyrsti sigurinn á liði úr topp 4 í vetur og þá höfðu Keflvíkingar farið ansi illa með okkur fyrr í vetur. Rachel Tecca var sem fyrr atkvæðamest …