Stelpurnar okkar í meistaraflokki eru ekki þær einu sem spila til bikarúrslita um helgina, því á sunnudag fara fram bikarúrslit yngri flokka í Laugardalshöllinni. Grindavík á þar tvö lið, annarsvegar 9.fl kvenna sem mæta liði Keflavíkur og síðan sameignilegt lið Grindavíkur og Þórs í 11.flokki karla sem mætir liði KR. 9.flokkur hefur leik kl 12:00 og strax á eftir hefst …
Gulur dagur í Grindavík á morgun
Til að hita upp og keyra upp stemmingu fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn verður gulur dagur í stofnunum bæjarsins á morgun, föstudag. Starfsmenn eru hvattir til að mæta í gulu og fylkja sér á bakvið stelpurnar okkar sem spila til úrslita næsta dag. Við hvetjum sem flesta Grindvíkinga til að taka þátt í þessum skemmtilega sið og mæta gul og glöð …
Forsala miða á bikarleikinn endar í hádeginu á föstudaginn
Forsala miða á bikarúrslitaleikinn næstkomandi laugardag er komin á fullt en hægt er að nálgast miða hjá Lindu í Palóma milli kl. 10-12 og 14-18 alla virka daga. Þeir sem vilja geta einnig hringt í Lindu í síma 777-3322 og nálgast miðana eftir öðrum leiðum. Athugið að forsölunni lýkur á hádegi á föstudag. Miðarnir kosta 2.000 krónur í forsölu en …
ÍR-ingar kafsigldir í Röstinni
ÍR-ingar heimsóttu Röstina í gærkvöldi og fyrirfram bjuggust eflaust sumir við hörkuleik. Hver einasti leikur hjá ÍR er upp á líf og dauða þeirra í deildinni en þeir eru í harðri fallbaráttu. Þeir unnu Keflavík í síðasta leik og á dögunum voru þeir býsna nálægt því að vinna topplið KR-inga og því ljóst að þeir eru til alls líklegir. Okkar …
Góður sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni
Grindvíkingar unnu góðan og nokkuð sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í gær, lokatölur 90-77 okkar mönnum í vil. Rodney Alexander var svo sjóðandi heitur í leiknum að hann var hreinlega alelda. Skoraði kappinn rétt tæpan helming stiga liðsins, eða 44 af 90. Rodney kann greinilega ágætlega við sig í Ljónagryfjunni en hann setti 42 stig í leik þar …
Forsala hafin á bikarúrslitaleikinn 21. febrúar
Eins og flestum er sennilega orðið kunnugt um leika Grindavíkurstúlkur til úrslita í bikarkeppni KKÍ í Laugardalshöll laugardaginn 21. febrúar næstkomandi. Forsala miða á leikinn er hafin en hægt er að nálgast miða hjá Lindu í Palóma milli kl. 10-12 og 14-18 alla virka daga. Þeir sem vilja geta einnig hringt í Lindu í síma 777-3322 og nálgast miðana eftir …
Unglingadómaranámskeið hjá knattspyrnudeild UMFG
Knattspyrnudeild UMFG í samvinnu við KSÍ mun standa fyrir unglingadómaranámskeiði þann 17.febrúar, kl. 19.30 í Gulahúsi. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem verða 15 ára á almanaksárinu og eldri. Á námskeiðinu er lögð aðaláhersla á knattspyrnulögin en auk þess verður einnig farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og skýringarmyndir. Námskeiðinu lýkur með …
Grindavíkurstúlkur felldar á eigin bragði
Okkar konur fengu heldur betur að smakka á eigin meðali þegar þær heimsóttu Stykkishólm um helgina en Snæfellingar byrjuðu leikinn á stífri pressu eftir hverja körfu og komust í 12-0 áður en Grindvíkingar náðu að svara. Þetta er taktík sem Sverrir hefur beitt grimmt í vetur og hefur skilað góðum árangri gegn lakari liðum deildarinnar. Má segja að vopnin hafi …
KR heimsækir Röstina í kvöld
Það verður sannkallaður stórleikur í Röstinni í kvöld þegar Íslandsmeistarar KR koma í heimsókn. KR-ingar slógu ekki feilpúst framan af vetri og hafa setið á toppi deildarinnar frá fyrsta degi og aðeins tapað einum leik. Okkar menn sáu aldrei til sólar þegar liðin mættust í DHL höllinni í haust og tapaðist sá leikur 118-73. Eyjólfur hefur þó verið að hressast …
Baráttuleikur í Röstinni en dýrkeypt mistök í lokin kostuðu Grindavík sigurinn
Topplið KR heimsótti Röstina í kvöld og þó svo að Grindvíkingar hafa fyrir leikinn setið í 9. sæti var ekki að sjá á leik liðsins að þarna færi eitt af lakari liðum deildarinnar. Bæði lið byrjuðu leikinn af krafti varnarlega og einkenndust fyrstu mínúturnar af mistökum á báða bóga sóknarlega. Grindvíkingar voru greinilega staðráðnir í því að hleypa KR-ingum ekki …