Knattspyrnudeild UMFG óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri félagsins. Starfsvið felur í sér m.a.: • Daglegur rekstur knattspyrnudeildar. • Fjármála- og starfsmannastjórnun. • Stefnumótun og áætlanagerð. • Samningar og samskipti við samstarfsaðila félagsins. • Undirbúningur og framkvæmd fjáraflana og viðburða á vegum félagsins. • Samskipti við félagsmenn, foreldra og iðkendur. • Önnur tilfallandi verkefni. Menntunar- …
Hreyfing 2019 – Betri lífstíll
Við höldum áfram að fjalla um þá hreyfingu sem í boði er í Grindavík en nú fáum við að kynnast því sem Alda og Gerður bjóða upp á hjá Betri lífsíl. Vegna mikillar eftirspurnar um þjálfun ákváðu þær að slá til og byrja að bjóða upp á námskeið. “Við byrjuðum í febrúar 2017 og höfum lítið tekið frí síðan þá. …
Verður Ingibjörg sannspá?
Ingibjörg Jakobsdóttir, leikmaður Grindavíkur í körfubolta spáir í leikina sem fram fara í kvöld í efstu deild kvennakörfunnar, en frá þessu greinir vefurinn Karfan.is. Þar kemur fram að í hverri viku munu sérfræðingar Körfunnar spá fyrir um hverja umferð í Dominos deildunum. Sérfræðingarnir verði fyrrum körfuboltamenn, þjálfarar, áhugamenn eða einhverjir allt aðrir. Ingibjörg er hefur t.a.m. leikið í efstu deild með liði …
judo fyrir leikskólabörn
Judo æfingar fyrir 3-5 ára krakka Nú eru að byrja aftur æfingar fyrir 3-5 ára börn í Judo og mun námskeiðið hefjast þann 23.janúar kl 16:00 í Gjánni, sal íþróttamiðstöðvarinnar Námskeiðið mun vera í 6 vikur á mánudögum kl 16:00 og kostar námskeiðið 10.000.- kr Skráningar fara fram í skráningakerfi UMFG https://umfg.felog.is/
Körfuboltaæfingar hefjast aftur skv. stundatöflu á morgun
Körfuboltaæfingar hefjast aftur eftir jólafrí samkvæmt æfingatöflu á morgun 4.janúar. Morgunæfingarnar með Lewis Clinch hefjast svo aftur 9.janúar kl 6:20. Hægt er að nálgast æfingatöflur allra flokka á heimasíðu UMFG
Aðalfundur GG fer fram 2. febrúar
Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur fer fram laugardaginn 2. febrúar 2019 kl. 13:00 í golfskálanum að Húsatóftum. Dagskrá aðalfundarins er svohljóðandi: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Kosning endurskoðunarmanna 7. Árgjöld 2019 8. Fjárhagsáætlun 2019 lögð fram 9. Önnur mál Stjórn GG vill hvetja …
Þau fengu hvatningarverðlaun
Nokkur efnileg ungmenni voruð heiðruð á kjöri íþróttafólks Grindavíkur sem fram fór á gamlársdag. Hvatningarverðlaun eru veitt frá deildum innan UMFG, Brimfaxa og Golfklúbbi Grindavíkur. Þau sem hljóta þessi verðlaun eru ungmenni sem eru áhugasöm, með góða hegðun, sýna góða ástundun og teljast vera góðar fyrirmyndir. Hér á eftir smá sjá umfjallanir um þau, eftir þeirri röð sem þau eru …
Viðurkenningar fyrir fyrstu landsleiki
Um leið og við heiðrum það íþróttafólk Grindavíkur sem skarað hefur fram úr á árinu hverju hefur skapast sú hefðu að veita viðurkenningar til ungs íþróttafólks sem lék sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd á árinu. Þau ungmenni sem fengu viðurkenningar fyrir fyrstu landsleiki að þessu sinni eru hér að neðan í stafrófsröð: • Bragi Guðmundsson var valinn í U15 ára …
Reynslubolti til liðs við Grindavík
Grindavík hefur gert 2ja ára samning við markmanninn Vladan Djogatovic. Vladan er Serbi og kemur frá liðinu FK Javor í Serbíu. Hann hefur spilað 23 leiki í haust með því liði og er liðið sem stendur í efsta sæti í serbnesku fyrstu deildinni. Vladan er reynslumikill markmaður en hann hefur spilað vel á þriðja hundrað leiki í efstu deildum í Serbíu. Knattspyrnudeildin …
Ólafur og Ólöf Rún íþróttafólk ársins 2018
Körfuknattleiksfólkið Ólafur Ólafsson og Ólöf Rún Óladóttir voru í dag útnefnd íþróttafólk ársins 2018 í Grindavík, við hátíðlega athöfn í Gjánni. Ólafur er fyrirliði og einn af burðarásunum í Grindavíkurliðinu undanfarin ár og fastamaður í A landsliði Íslands. Hann var mjög stöðgur í leik sínum árið 2018. Ólafur hefur lagt mikið á sig við æfingar og er duglegur að taka …