Aðalfundur UMFG verður haldinn mánudaginn 27.mars kl 20:00 í Gjánni við Austurveg 1-3 í Grindavík. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf.
Fimleikadeild UMFG auglýsir eftir þjálfara
Við leitum að barngóðum einstaklingi í þjálfarateymi okkar. Gerum kröfu um sjálfstæð vinnubrögð og reynslu af fimleikum. Um hlutastarf er að ræða og er vinnutími hluti úr degi 3-4 daga vikunnar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir skal senda á fimleikarumfg@gmail.com
Tíu öflugir ungir íþróttamenn fengu hvatningarverðlaun UMFG 2016
Um leið og við útnefndum og verðlaunuðum okkar besta íþróttafólk núna á gamlársdag, þá fengu tíu efnilegir ungir íþróttamenn einnig viðurkenningar sem kallast Hvatningarverðlaun UMFG. Hér að neðan má lesa textana sem fylgdu þeirra tilnefningum. Við óskum þessum efnilegu krökkum til hamingju með verðlaunin. Angela Björg Steingrímsdóttir – körfuknattleiksdeild Angela Björg er afar samviskusöm og dugleg, leggur sig alla fram …
Kristólína Þorláksdóttir er stuðningsmaður ársins 2016
Á gamlársdag var það ekki bara íþróttafólkið okkar sem hlaut viðurkenningar heldur var stuðningsmaður ársins einnig útnefndur. Sú sem hlaut nafnbótina í ár var engin önnur en Kristólína Þorláksdóttir, eða Lína í Vík, eins og hún er svo gjarnan kölluð. Við óskum henni til hamingju með titilinn og sendum henni um leið okkar bestu þakkir fyrir hennar starf í þágu …
Alexander Veigar og Petrúnella íþróttafólk ársins 2016
Knattspyrnumaðurinn Alexander Veigar Þórarinsson og körfuknattleikskonan Petrúnella Skúladóttir voru í dag kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2016 við hátíðlega athöfn í Gjánni. Alexander var lykilmaður í liði Grindavíkur sem vann sér sæti í Pepsi-deildinni í sumar og Petrúnella var einn af burðarásum liðs meistaraflokks kvenna sem lék til úrslita á Íslandsmótinu síðastliðið vor. Allar deildir UMFG og Golfklúbbur Grindavíkur tilnefndu …
Gleðileg jólakveðja frá UMFG
Ungmennafélag Grindavíkur sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsældir á nýju ári. Viljum við þakka kærlega fyrir góð samskipti við deildir innan UMFG og síðast en ekki síst iðkendum, þjálfurum og þeim ótrúlega mörgu sjálfboðaliðum sem sjá um að halda starfinu gangandi innan deildanna, án þeirra yrði starfið ekki eins frábært og það er í dag. Vonum við …
Stuðningsmaður ársins 2016
Nú óskum við hjá UMFG eftir tilnefningu á stuðningsmanni/konu ársins, Stuðningsmaður ársins getur verið sá einstaklingur sem hefur stutt við bakið á grasrótarstarf íþróttahreyfingarinnar með einum eða öðrum hætti. Allir geta tekið þátt i kosningunni með því að senda tölvupóst á kosning@umfg.is í síðasta lagi fimmtudaginn 22.des 2016 Bræðurnir Guðni og Guðlaugur Gústafssynir voru heiðraðir sem stuðningsmenn árið 2015.
Slaufur
Þessar fallegu slaufur eru til sölu á skrifstofu UMFG við Austurveg 1-3. Slaufan kostar 4000.- kr og er til styrktar fjáröflun fyrir forvarnarsjóð sem stofnaður var af stjórn UMFG áhugasamir geta nálgast slaufuna á skrifstofu UMFG á mánudögum-fimmtudaga frá kl 14:00-17:00 eða sent Höddu tölvupóst í umfg@umfg.is og hún mun hafa samband.
Jólasýning fimleikadeildarinnar
Jólasýning fimleikadeildar UMFG verður haldin næstkomandi laugardag, þann 26. nóvember, í íþróttahúsinu. Salurinn verður opnaður kl 12:40 og hefst sýningin tímanlega kl 13:00.Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir fullorðna og 250 kr. fyrir börn 6-16ára. Frítt er fyrir börn undir 6 ára í fylgd með fullorðnum.
Foreldrafundur fimleikadeildar UMFG þriðjudaginn 4. október kl. 20:00
Þriðjudaginn 4 október kl. næstkomandi kl. 20:00 verður foreldrafundur fimleikadeildar UMFG haldinn. Þar verður veturinn ræddur hvað framundan er. Þjálfarar verða kynntir og foreldrar fá tækifæri til að spyrja/ræða mál ef einhver eru. Mikilvægt er að foreldrar mæti því æfingarnar í akademíuni í Keflavík verða kynntar þannig að endilega takið kvöldið frá. Þess má til gamans geta að iðkendur hjá …