Kvennahlaup ÍSÍ

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 4.júní. Hlaupið verður frá sundlaug Grindavíkur og byrjar það klukkan 11:00. Þema hlaupsins í ár er “Hreyfing allt lífið”. Með því vill ÍSÍ leggja áherslu á mikilvægi hreyfingar fyrir fólk á öllum aldri. Með daglegri hreyfingu leggjum við grunn að heilbrigðri sál í hraustum líkama og aukum þannig lífsgæði okkar til muna. Þemað endurspeglast …

Áskorun til Grindavíkurbæjar

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Aðalfundur UMFG skorar á Grindavíkurbæ að leysa úr aðstöðu til judo iðkunnar. Nú eru liðin 40 ára síðan Jóhannes Haraldsson byrjaði að þjálfa judo iðkendur í Grindavík. Judodeildin hefur eignast Íslandsmeistara á hverju ári síðan árið 1972 og einnig á hún eina ólympíufaran frá Grindavík og hefur judo deildin ávalt verið bæjarfélaginu  til sóma.

Forvarnarfundur fyrir foreldra

Ungmennafélag Grindavíkur Forvarnarnefnd, UMFG

Á morgun þriðjudag verður fundur í Hópsskóla um forvarnamál fyrir foreldra. Kæru foreldrar Í framhaldi af fundi fyrir iðkendur UMFG mun forvarnarnefnd UMFG halda forvarnarfund fyrir foreldra og aðra aðstandendur. Þriðjudaginn 17 maí kl 17.30 í Hópskóla munu Erling frá forvarnarhúsi og Krissi lögga vera með fræðslu fyrir foreldrana og er mikilvægt að allir foreldrar mæti og sýni samstöðu í …

Aðalfundur UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Aðalfundur UMFG verður haldinn í aðstöðu Ungmennafélagsins við Grunnskólann 23.maí næstkomandi Fundurinn hefst klukkan 20.00 og verður dagskráin auglýst nánanar síðar.

Víðavangshlaup á morgun

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Hið árlega víðavangshlaup Grunnskóla Grindavíkur fer fram á morgum, laugardaginn 30.apríl Hlaupið fer að þessu sinni fram við íþróttasvæðið. Rásmark og mark verður við sundlaug Grindavíkur.Skráning hefst kl. 10:30 og hlaupið hefst síðan kl. 11:00. Allir sem taka þátt fá þátttökuverðlaun. Drykkir og bananar við endamark.   Fjölskyldukort í Bláa lónið fyrir fyrstu þrjú sæti í öllum flokkum. Verðlaunapeningar gefnir …

Æfingagjöld og skráning í íþróttir hjá UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Nú hefur verið ákveðið að Ungmennafélag Grindavíkur innheimti æfingagjöld fyrir skólabörn fædd árið 1995-2005.  Sjá http://www.umfg.is/umfg/aefingargjold Ákveðið hefur verið að æfingagjald verði kr 20.000.- á barn fyrir árið 2011 og má barnið æfa eins margar íþróttir og það vill. Ungmennafélag Grindavíkur býður uppá: •    Fimleika •    Judo •    Knattspyrnu •    Körfuknattleik •    Sund •    Taekwondo Ekki verða veittir neinir afslættir …

Bragi Guðráðsson

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Í dag verður jarðsunginn Bragi Guðráðsson í  Víðistaðarkrikju, Hafnarfirði Bragi var einn af þeim sem endurvöktu Ungmennafélag Grindavíkur 1963 og var ritari þess í fyrstu. Einnig var Bragi einn af frumkvöðlum Grindavíkurdeildar Rauða kross Íslands og fyrsti formaður þess. Í afmælisriti UMFG sem kom út í fyrra var viðtal við Braga þar sem hann minntist þessara tíma, bæði í félagslífinu …

Opnun innanhússvæðis skotdeildar Markmiðs

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Opnun innanhússvæði Skotfélagsins Markmiðs Nú er innahússvæðið fyrir loftbyssur tilbúið og er búið að vera opið síðastliðnu 2 laugardaga. Lögreglan er búin að koma og taka út svæðið og höfum við fengið það samþykkt. Næstkomandi laugardag, þann 9.apríl mun svo vera formleg opnun frá klukkan 13:00 – 16:00. Í framhaldi af því mun alltaf vera opið á laugardögum frá 13:00-15:00. Ekki …

Nýr starfsmaður UMFG og æfingagjöld

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur hefur ráðið Hallfríði Guðfinnsdóttur til starfa  til að sjá um innheimtu æfingagjalda og sjá um að halda utanum iðkendaskráningar o.fl hjá ungmennafélaginu, og verður hún með fasta viðveru í aðstöðu ungmennafélagsins í útistofu við grunnskólann á mánudögum og fimmtudögum milli kl 14:00 og 18:00 en hún hefur störf n.k. mánudag 21.mars. En það hefur verið ákveðið að æfingagjöld …

Nýr samningur Grindavíkurbæjar og UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Í hálfleik í leik Grindavíkur og Fjölnis í gærkvöldi var undirritaður samningur á milli Grindavíkurbæjar og aðalstjórnar UMFG um eflingu íþróttastarfs í Grindavík.   Samningurinn sem er til tveggja ára er ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda í Grindavík og UMFG um eflingu íþróttastarfs í Grindavík með megináherslu á öflugt íþrótta-, forvarna- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6 …