Íþróttaskóli UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Íþróttaskóli UMFG

Íþróttaskólinn er fyrir börn fædd á árunum 2006-2008 sem vilja læra að meðhöndla bolta og bæta hreyfigetu, jafnvægi, styrk og úthald. Salnum er skipt upp í tvö æfingasvæði, þar sem annað er fyrir boltaþrautir og leiki og hitt er fyrir þrautir. Foreldrar eru virkir með börnunum sínum úti á gólfi meðan á æfingum stendur.

Nýtt námskeið hefst Sunnudaginn 6.nóvember 2011 og verður í 6 skipti. Íþróttaskólinn fer fram í íþróttahúsi Grindavíkur á Sunnudögum kl 10:00 – 10:45.

Námskeiðið kostar 3.000 kr og skráning fer fram í aðstöðu UMFG á fimmtudaginn frá kl: 14:00 – 16:00. Einnig er hægt að  senda tölvupóst á umfg@umfg.is og leggja inn á reikning UMFG fyrir skráningagjaldi 0143-26-924  kt: 420284-0129.

Umsjónarmaður námskeiðsins er Petrúnella Skúladóttir