Óskar og Ingibjörg Yrsa íþróttamenn Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Í dag var tilkynnt hvaða íþróttamenn urðu fyrir valinu á íþróttamanni og konu Grindavíkur

 

Óskar Pétursson og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir voru valin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur árið 2011 við hátíðleg athöfn á gamlársdag í Hópsskóla. Óskar var fyrirliði og lykilmaður í knattspyrnuliði Grindavíkur í sumar og Ingibjörg Yrsa var lykilmaður bæði í körfubolta- og knattspyrnuliðum Grindavíkur í ár.

Ingibjörg fékk 81 stig af 100 mögulegum og Óskar 79. Þetta er þriðja árið í röð sem kjörið er kynjaskipt. Sem fyrr var starf UMFG kraftmikið í ár og komu alls 4 Íslandsmeistaratitlar í hús og einn Norðurlandameistaratitill. UMFG og afreksstjóður Grindavíkur stóðu fyrir kjörinu. Fjölmenni var við afhendinguna. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri afhenti íþróttafólki ársins verðlaunin að þessu sinni en Kristinn Reimarsson, frístunda- og menningarfulltrúi, stýrði samkomunni. Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari körfuboltaliðs Grindavíkur afhenti einnig verðlaun.

Ýmis önnur verðlaun voru veitt eins og hvatningarverðlaun ungmenna (sem voru nú einnig kynjaskipt í fótbolta og körfubolta í fyrsta skipti), fyrir fyrstu landsleikina, fyrir Íslands- og bikarmeistaratitla ársins og svo fékk ein hlaupadrottning sérstök verðlaun ásamt körfuboltaliði ÍG. Sjá nánar um öll þessi verðlaun í myndatextunum hér að neðan.

 

Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir, Óskar Pétursson og Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur

 

Þær voru tilnefndar sem íþróttakona ársins 2011: Anna Þórunn Guðmundsdóttir frá knattspyrnudeild, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir frá knattspyrnudeild og körfuknattleiksdeild, Berglind Anna Magnúsdóttir frá körfuknattleiksdeild, Svanhvít Helga Hammer frá GG, Sunneva Jóhannsdóttir frá sunddeildinni og Ylfa Rán Erlendsdóttir frá taekwondódeild.

 

Þeir voru tilnefndir sem íþróttamenn ársins 2011: Páll Axel Vilbergsson frá körfuknattleiksdeild, Óskar Pétursson frá knattspyrnudeild, Jónas Þórhallsson tók við viðurkenningu fyrir Alexander Magnússon frá knattspyrnudeild, Ólafur Ólafsson frá körfuknattleiksdeild, Björn Lúkas Haraldsson frá júdódeild, Bergvin Ólafarson frá körfuboltaliði GG og Friðrik Ámundason sem tók við viðurkenningu fyrir Davíð Arthur Friðriksson frá GG.

 

Þau fengu hvatningarverðlaunin: Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari meistaraflokks karla í körfubolta sem afhendi verðlaunin. Daníel Leó Grétarsson frá knattspyrnudeild, Elsa Katrín Eiríksdóttir frá fimleikadeild, Hilmir Kristjánsson frá körfuknattleiksdeild, Ingibjörg Sigurðardóttir bæði frá knattspyrnudeild og körfuknattleiksdeild, Alexander Már Bjarnason frá sunddeild, Viðar Hammer Kjartansson frá júdódeild og Sigurður Helgi Hallfreðsson frá GG.

 

Þau fengu verðlaun fyrir spila sína fyrstu landsleiki, öll fyrir yngri landsliðin í körfubolta: Jón Axel Guðmundsson, Hilmir Kristjánsson, Ingibjörg Sigurðardóttir og Julia Lane F. Sicat ásamt Helga Jónasi sem afhenti verðlaunin. Á myndina vantar Hinrik Guðbjartsson.

 

8. flokkur karla í körfubolta varð Íslandsmeistari og var verðlaunaður ásamt þjálfurum sínum.

 

Þeir fengu viðurkenningu fyrir titla í einstaklingsíþróttum á árinu: Reynir Berg Jónsson Íslandsmeistari í U17 í júdó í sínum þyngdarflokki, Björn Lúkas Haraldsson Íslandsmeistari U17 og Norðurlandameistari U17 í sínum þyngdarflokki og Ylfa Rán Erlendsdóttir Íslandsmeistari í unglingaflokki í taekwondó í sínum þyngdarflokki. Með þeim er Helgi Jónas Guðfinnsson.

 

Körfuboltalið ÍG sem vann 2. deildina síðasta vor var verðlaunað.


María Jóhannesdóttir fékk viðurkenningu frá afrekssjóði fyrir að taka þátt í í Trans Gran Canaria ofurhlaupi ásamt Kristínu Bucholz og Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur en þær hlupu hvorki meira né minna en 123 km um holt og hæðir Kanaríeyja og komu saman í mark eftir rúmar 29 klukkustundir. Bjarni Már Svavarsson formaður UMFG afhendir henni verðlaunin. 

 


Tilnefningar til kjörs  á íþróttamanni og íþróttakonu Grindavíkur  árið 2011

Íþróttamaður ársins:
– Knattspyrnudeild UMFG:
-Óskar Pétursson – knattspyrnumaður ársins í Grindavík:
Óskar lék 20 leik með Grindavík í Pepsideild í sumar og má segja að hann hafi farið á
kostum í leik sínum með Grindavíkurliðinu í sumar þar sem hann hreinlega
blómstraði. Óskar tók við fyrirliðabandi liðsins um mitt sumar og sýndi þá og sannaði
að hann er einn af máttarstólpum Grindavíkurliðsins. Hann stjórnaði sínum
liðsfélögum af mikilli háttvísi og var fyrirmynd sinna liðsfélaga innan vallar sem utan.
Óskar var einn af markvörðum 21. árs landsliðs okkar Íslendinga sem skartaði sínum
besta árangri frá upphafi og komst í úrslitakeppni Evrópumótsins í Danmörku í sumar.
Með frammistöðu sinni með Grindavíkurliðinu í sumar sýndi hann og sannaði að hann
er einn af framtíðarmarkvörðum Íslenska A – landsliðssins og á sér mjög bjarta
framtíð á milli stanganna og er einn af eftirsóttustu markvörðum Íslands í dag. Óskar
er sannur Grindvíkingur með stórt Grindavíkurhjarta sem slær á réttum stað þegar
hann klæðist Grindavíkurbúningnum.


-Alexander Magnússon – Í 2. sæti í kjöri knattspyrnumanns ársins í Grindavík
Alexander Magnússon gekk til liðs við Grindavík 2009 og spilaði sína fyrstu leiki
sumarið 2010. Alexander spilaði 17 leiki í Pepsídeildinni í sumar og skoraði 1 mark.
Hér er á ferðinni einn besti leikmaður okkar Grindvíkinga í dag, gríðarlega traustur og
fljótur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér í boltanum. Alexander er mikið
prúðmenni innan vallar sem utan og ber af sér mjög góðan þokka og hefur reynst
Grindvíkingum ómetanlegur styrkur þann tíma sem hann hefur verið í okkar röðum.
Alexander hefur gríðarlegan metnað og ástríðu fyrir knattspyrnunni og æfir manna
mest og hefur sýnt það og sannað að hann er einn af framtíðarleikmönnum í
íslenskum fótbolta og á eftir að ná langt á þeim vettvangi.


– Körfuknattleiksdeild UMFG:
-Páll Axel Vilbergsson:
Páll Axel hefur verið einn besti körfuknattleikamaður landsins mörg undanfarin ár.
Elstu menn muna vart hvaða ár hann byrjaði að spila með meistaraflokki en þegar
sögubækur hafa verið grandskoðaðar þá kemur í ljós að tímabilið 1993-1994 tekur
hann sín fyrstu skref með meistaraflokki, þá aðeins 15 ára gamall. Hann er kominn
með 93 A landsleiki og er tólfti landsleikja hæðsti leikmaðurinn frá upphafi. Páll Axel
hefur verið einn af burðarásum Grindavíkurliðsins til fjölda ára. Verið með
stigahæstu leikmönnum í deildinni og flestar mínúturnar á hverri leiktíð. Hann hefur
sýnt það í vetur að þrátt fyrir breytingar í liðinu hefur hann komið gríðalega sterkur
inn og það er ekki að sjá að hann sé aldursforsetinn í hópnum. Það er sannfæring
okkar að Páll Axel verður áfram sami stólpinn í liði okkar eins og hann hefur verið
undanfarin ár.


-Ólafur Ólafsson
Ólafur er eitt mesta efni okkar í meistaraflokki. Hann var valinn í A-landslið karla sem
spilaði á Norðurlandamótinu og fór síðan til Kína og spilaði þar tvo leiki. Ólafur var
valinn efnilegasti leikmaðurinn á lokahófi körfuknattleiksdeildarinnar s.l vor Ólafur
kom fyrst inn í meistarflokkinn leiktímabilið 2005-2006 þá aðeins 15 ára gamall. Eins
og hjá öðrum leikmönnum sem koma ungir í hópinn þá verða þeir að hafa þolinmæði
til að sitja á bekknum, en nýta sér sinn spilatíma til hins ýtrasta. Það hefur Ólafur gert
vel. Hann er byrjunarliðsmaður nánast í öllum leikjum. Hann á auðvitað margt eftir
ólært ennþá, en það heyrist þegar Helgi Jónas er að gefa skipanir inná völlin í leikjum.
Með auknum æfingum og þrotlausri vinnu þá eru Ólafi allir vegir færir. Öll vonum við
að Ólafur spili undir merkjum Grindavíkur í mörg á til viðbótar.


– Golfklúbbur Grindavíkur:
– Davíð Arthur Friðriksson:
Davíð Arthur er margfaldur klúbbameistari GG. Hann varð klúbbmeistari GG annað
árið í röð er hann sigraði á meistaramóti golfklúbbsins. Hann sigraði að þessu sinni
með 7 högga mun en árið 2010 sigraði hann með 21 höggi. Það segir mikið til um
styrk hans sem kylfings og stöðu innan Golfklúbbs Grindavíkur.
Davíð Arthur hefur borið höfuð og herðar yfir aðra kylfinga í undanfarin ár og er
forgjafarlægsti kylfingur Grindvíkinga. Hann fór einnig fyrir sveit GG í 3. deild í
sveitakeppni GSÍ en þar munaði litlu að hún næði að komast upp um deild, en hún
endaði í 3. sæti af 8 sveitum. Þess má geta að Davíð Arthur sigraði í öllum
viðureignum sínum í sveitakeppninni.


– Júdódeild UMFG:
– Björn Lúkas Haraldsson.
Íslandsmeistaramót. Björn Lúkas keppti í -81kg og var það stærsti flokkurinn, 6
keppendur. Þeim var skipt í 2 þriggja manna riðla. Lúkas vann sinn riðil nokkuð
örugglega og keppti svo hreina úrslitaglímu sem hann gerði sér litið fyrir og vann á
fastataki.
Norðurlandamót unglinga. Björn Lúkas keppti eins og áður sagði í -81 kg U17 flokki
og þar voru 9 í flokkinum. Þeim var skipt í tvo riðla og vann Lúkas sinn riðil með
yfirburðum. Þá var komið að úrslitaglímunni, sem hann var ekki lengi að klára á
fastataki.
Haustmót JSÍ. Björn Lúkas var hækkaður upp, og keppti í -90kg. Þar voru 3
keppendur og vann hann keppinauta sína án mikilla erfiðleika með fastataki og kasti,
og vann flokkinn.


– Íþróttafélag Grindavíkur (ÍG):
– Bergvin Ólafarson:
Bergvin átti mjög gott tímabil með ÍG síðasta vetur og skoraði 507 stig í 18 leikjum
eða rúm 28 stig að meðaltali í leik og fór fyrir liðinu sem vann 2. deild og tryggði sér
sæti í 1. deild tímabilið 2011 – 2012. Besta leikinn átti hann í Bolungarvík þegar hann
skoraði 47 stig og tók 24 fráköst. Bergvin meiddist illa á hné í úrslitaleiknum á móti ÍA
í vor í upphafi seinni hálfleiks, en þá var hann búinn að skora 27 stig og leggja
grunninn að sigrinum og fyrsta íslandsmeistaratitli ÍG. Bergvin hefur ekkert spilað
með liðinu það sem af er tímabilinu 2011 – 2012 en hann kemur vonandi til baka
strax á nýju ári

 

Íþróttakona ársins:
– Knattspyrnudeild UMFG:
– Anna Þórunn Guðmundsdóttir:
Anna Þórunn Guðmundsdóttir var fyrirliði kvennaliðs Grindavík í knattspyrnu síðasta
tímabil. Hún spilaði 12 leiki með liðinu og skoraði í þeim 1 mark, en hún missti af
síðustu leikjum liðsins er hún fór til Bandaríkjanna til náms og að leika knattspyrnu.
Hún hefur leikið 8 landsleiki fyrir U-17 ára landsliðið og 25 leiki fyrir U-19 ára landslið
okkar Íslendinga. Hún hóf að leika með meistaraflokki aðeins 15 ára. Anna Þórunn
gefst aldrei upp og er með metnað og hugarfar sem alvöru íþróttamenn og konur
þurfa að hafa til að ná langt.


– Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir.
Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir er 17 ára efnileg knattspyrnukona. Hún spilaði 17 leiki fyrir
hönd Grindavíkur í efstu deild síðasta sumar og var eins og klettur í vörninni. Yrsa er
mjög snöggur leikmaður og eru ekki margar sem stinga hana af. Hún er ótrúlega
prúður leikmaður á vellinum þótt baráttan sé svo sannarlega til staðar og er hún
ávallt félaginu til sóma. Yrsa fór til Sviss á árinu með U-17 ára landsliðinu að spila í
undankeppni EM. Auk þess að hafa tekið þátt í úrtaksæfingum fyrir U-19 ára
landsliðið á árinu.


– Körfuknattleiksdeild UMFG:
– Berglind Magnúsdóttir.
Berglind Anna byrjaði að spila með meistaraflokki árið 2004, þá 15 ára gömul
Hún fékk viðurkenningu á síðasta lokahófi fyrir mestu framfarir. Hún svaraði kallinu í
haust og ákvað að vera áfram í Grindavík þrátt fyrir að meistaraflokkurinn hefði verið
kallaður niður um deild. Hún fékk tilboð um að spila áfram í efstu deild með öðru liði,
sem hún hafnaði. Hún er kannski í erfiðri stöðu með að fara annað. Unnustinn er
þjálfari liðsins og pabbi gamli formaður.Erfitt!! Berglind Anna hefur bara styrkst með
hverju árinu. Í vetur verður hún að axla enn meiri ábyrgð en hún hefur gert áður og
stýra liðinu til sigurs í fyrstu deildinn í vor, þannig að við spilum í efstu deild á næsta
tímabili Alltaf höfum við verið með mjög ungt lið í meistaraflokki kvenna og kannski
erum við með það yngsta í vetur og erum það ennþá . Berglind Anna er aðeins 22 og
næst elst í liðinu og búin að spila í 7 ár meistarflokknum. Auðvitað treystum við því að
hún verði áfram í gulum búning.

– Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir.
Yrsa kom sem stormsveipur inn í meistaraflokkinn í fyrra. Krafturinn í henni var
ótrúlegur. Hún heillaði alla. Ekki var hún feimin við að taka á sér reyndari og eldri
leikmönnum andstæðinganna . Engin virðing borin fyrir þeim. Á lokahófinu s.l vor var
hún kosin efnilegasti leikmaðurinn. Það átti hún skilið. Hérna fer mikill íþróttamaður
sem spilaði með meistaraflokk kvenna í knattspyrnu við góðan orðstír á liðnu sumri.
Þetta er kannski einkenni á Grindvíkingum, spila á fullu á veturna körfu og fara síðan í
knattspyrnu á sumrin. Yrsa er í úrtaki U-18 kvenna hjá KKÍ, en það lið fer á
Norðurlandamót í Solan næsta vor. Hún verður í Solna, það er klárt. Núna í vetur er
hún reyslunni ríkari og tekur á sig meiri ábyrgð. Það er enginn vafi að að Yrsa á flotta
framtíð í íþróttum. Er það von okkar að hún spili áfram undir merkjum Grindavíkur
um ókomin ár.

– Golfklúbbur Grindavíkur:
– Svanhvít Helga Hammer
Svanhvít varð klúbbmeistari GG árið 2010 er hún sigraði á meistaramóti golfklúbbsins
með miklum yfirburðum eða 31 högga mun. Svanhvít er vel að titlinum komin og
hefur hún verið ein af kjölfestunum í kvennagolfi klúbbsins undanfarin ár.
Svanhvít kom sérstaklega sterk inn í sumar, hún sigraði á einu stigamót GG, lenti í
öðru sæti í Opna afmælismóti GG og sigraði nokkuð örugglega á afmælismóti GG sem
haldið var á nýjum 18. holu velli í byrjun september.

– Sunddeild UMFG:
– Sunneva Jóhannsdóttir er tilnefnd sem íþróttakona ársins frá sunddeild UMFG .
Hún hefur verið okkar besti sundmaður á árinu 2011. Hún var meðal keppenda á ÍM
50 (Íslandsmeistaramót í 50 metra laug) sem er stærsta sundmót ársins svo náði hún
líka lágmörkum á AMÍ (Aldursflokkameistaramót Íslands).
Sunneva er mikil fyrirmynd fyrir aðra iðkendur í sundi hún er mjög dugleg ,
samviskusöm og kurteis . Sunneva er fyrirmyndar manneskja og allgjör
bindindismaður á áfengi og tóbak.

– Taekwondódeild UMFG:
– Ylfa Rán Erlendsóttir
hefur keppt og æft með taekwondodeild Grindavíkur frá
stofnun hennar árið 2006. Hún er í dag einn efnilegasti unglingur landsins í íþróttinni.
Í vor keppti hún á Íslandsmótinu í bardaga þar sem hún gerði sér lítið fyrir og sigraði
sinn flokk á móti sér mun reyndari keppendum. Þess að auki var hún valin besti
kvenkeppandinn á öllu mótinu. Ylfa keppti svo á Bikarmóti taekwondosambandsins
þar sem hún sigraði sinn flokk örugglega í bardaga og varð í 3. sæti í formum. Ylfa er
mikið efni sem getur náð enn lengra í íþróttinni haldi hún áfram að bæta sig eins og
hún hefur gert, og er hún vel að þessari viðurkenningu komi