Samherji styrkir knattspyrnudeildina næstu árin

Knattspyrna Knattspyrna

Samherji og Knattspyrnudeild Grindavíkur hafa gert með sér nýjan samstarfssamning sem gildir út árið 2022. Samherji hefur verið öflugur styrktaraðili íþrótta í Grindavík á síðustu árum en fyrirtækið hefur verið með töluverð umsvif í sveitarfélaginu í kringum laxeldi og aðra starfsemi.

Gunnar Már Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, og Hjalti Bogason, rekstrarstjóri hjá Samherja í Grindavík, undirrituðu nýjan samninga í vikunni.

„Það eru frábærar fréttir fyrir okkur að Samherji haldi áfram að styðja við knattspyrnuna í Grindavík,“ segir Gunnar Már Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. „Við höfum verið svo lánsöm að njóta stuðnings fyrirtækja sem eru með starfsemi í Grindavík og það er fagnaðarefni að Samherji verði áfram eitt þeirra fyrirtækja.“

Knattspyrnudeild Grindavíkur vill koma á framfæri kærum þökkum til Samherja fyrir frábært samstarf og öflugan stuðning!