Aron Jóhannsson áfram hjá Grindavík til 2022

Knattspyrna Knattspyrna

Aron Jóhannsson hefur gert nýjan samning við Grindavík til ársins 2022. Aron er 26 ára gamall miðjumaður og hefur leikið 67 leiki í deild og bikar með Grindavík á undanförnum þremur keppnistímabilum. Hann hefur skorað í 15 mörk fyrir Grindavík.

„Það eru frábærar fréttir fyrir okkur í Grindavík að Aron hafi ákveðið að vera áfram hjá félaginu næstu tvö árin,“ segir Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur. „Aron er góður miðjumaður sem getur leikið í nokkrum stöðum á miðjunni og hefur tekið að sér stærra leiðtogahlutverk hjá félaginu á síðustu misserum. Við teljum að hann eigi sín bestu fótboltaár framundan og að hann verði lykilmaður hjá Grindavík á næstu leiktíð.“

Aron er uppalinn hjá Haukum og hefur alls leikið 201 leik í deild og bikar á ferli sínum. Hann á einnig nokkra leiki með yngri landsliðum Íslands en alls lék hann 9 leiki með U16, U17 og U19 ára landsliðum Íslands.

Knattspyrnudeild Grindavíkur er í skýjunum með að Aron hafi ákveðið að vera áfram hjá Grindavík. Hlökkum við til að sjá hann aftur í gulu treyjunni á nýju ári!

Aron Jóhannsson og Gunnar Már Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, að lokinni undirskrift.