Fimleikaæfingar hefjast á ný 7. september

FimleikarFimleikar

Æfingar hjá Fimleikadeild UMFG hefjast mánudaginn 7. september næstkomandi. Hvetjum við alla iðkendur til að mæta til æfinga. Nýir iðkendur eru einnig boðnir sérstaklega velkomnir. Skráning hefst formlega um miðjan september en skráning fyrir allar íþróttagreinar hjá UMFG mun fara fram í gegnum hugbúnaðinn Sportabler í vetur sem við vonum að efli okkar þjónustu við iðkendur og forráðamenn. Æfingatímar: Mánudagar …

Fimleikadeildin óskar eftir þjálfurum

FimleikarFimleikar

Fimleikadeild UMFG óskar eftir aðstoðarþjálfurum fyrir næsta æfingaár. Áhugasamir sem eru 18 ára eða eldri geta sent inn umsókn á netfangið umfg@umfg.is Umsóknir skulu merktar Fimleikadeild – Aðstoðarþjálfari. Kveðja, Fimleikadeild UMFG.

Jólasýning fimleikadeildar UMFG á sunnudaginn

FimleikarFimleikar, Íþróttafréttir

Fimleikaiðkendur í Grindavík bjóða fjölskyldu, vinum og bæjarbúum öllum til fimleikasýningar í Íþróttamiðstöð Grindavíkur sunnudaginn 3. desember klukkan 13:00. Húsið opnar fyrir gesti kl 12:45 og aðgangseyrir er 1000 krónur fyrir 16 ára og eldri. Að sýningu lokinni geta gestir keypt köku með kaffinu af kökubasar iðkenda en Jólasýningin er eina fjáröflun deildarinnar og ágóði sýningarinnar verður nýttur til áhaldakaupa.

Fimleikamaraþon á morgun

FimleikarFimleikar, Íþróttafréttir

Maraþon Fimleikadeildar UMFG verður haldið á morgun laugardaginn 13. maí frá klukkan 9:00 – 19:00. Iðkendur í elsta hóp ætla að vera í fimleikum í 10 klukkustundir og hafa safnað áheitum til að fjármagna æfingabúðir. Íþróttasalurinn verður opinn fyrir gesti þann á milli klukkan 14 og 16 þar sem hægt verður að fylgjast með iðkendum við æfingar.

Fimleikamaraþon laugardaginn 13. maí

FimleikarFimleikar, Íþróttafréttir

Maraþon Fimleikadeildar UMFG verður haldið laugardaginn 13. maí frá klukkan 9:00 – 19:00. Iðkendur í elsta hóp ætla að vera í fimleikum í 10 klukkustundir og munu safna áheitum til að fjármagna æfingabúðir. Þau munu ganga í hús dagana 5. – 10. maí og vonum við að þau fái góðar móttökur. Íþróttasalurinn verður opinn fyrir gesti þann 13. maí á …

Fimleikadeild UMFG auglýsir eftir þjálfara

FimleikarFimleikar, Íþróttafréttir

Við leitum að barngóðum einstaklingi í þjálfarateymi okkar. Gerum kröfu um sjálfstæð vinnubrögð og reynslu af fimleikum. Um hlutastarf er að ræða og er vinnutími hluti úr degi 3-4 daga vikunnar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir skal senda á fimleikarumfg@gmail.com