Lokahóf knattspyrnudeildar Grindavíkur fór fram með glæsibrag núna um helgina. Hátíðarhöldin fóru fram í Eldborg og voru 250 gestir mættir þar saman komnir til að skemmta sér saman. Fjölmargar viðurkenningar og heiðranir voru veittar til leikmanna og velunnara deildarinnar en þau Alex Freyr Hilmarsson og Bentína Frímannsdóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokka karla og kvenna. Hjónin Rún Pétursdóttir og Ingólfur …
Grindvíkingar kláruðu tímabilið með trukki
Grindvíkingar kláruðu tímabilið í 1. deild karla í knattspyrnu með glæsibrag nú á laugardaginn þegar liðsmenn Fram komu í heimsókn. Liðin höfðu í raun að engu að keppa, en þau voru hvorki á leið upp né niður, sama hver úrslitin leiksins yrðu. Það var því aðeins spilað upp á stoltið og má með sanni segja að Grindvíkingar hafi tekið það …
Whitney Frazier fór hamförum í fyrsta leik sínum fyrir Grindavík
Leiktíðin hjá Grindavíkurkonum í körfubolta hófst nú í liðinni viku þegar liðið tók á móti Breiðabliki í Lengjubikaranum. Okkar konur rúlluðu gestunum upp en lokatölur urðu 94-51. Glöggir aðdáendur liðsins ráku sennilega upp stór augu þegar þeir rýndu í tölfræði leiksins en samkvæmt henni var gamla kempan Stefanía Ásmundsdóttir með magnaða endurkomu í lið Grindavíkur, stigahæst með 22 stig, 6 …
Ísland – Kasakhstan á Grindavíkurvelli á morgun
U17 ára landslið karla í knattspyrnu hefur á morgun, þriðjudaginn 22. september, leik í undankeppni Evrópumóts landsliða, en fyrsti leikur liðsins fer fram á Grindavíkurvelli. Leikurinn hefst klukkan 16:00. Liðið æfði á vellinum í dag við ágætar aðstæður en það er hætt við að liðin fái nokkuð hressilegan vind og jafnvel rigningu á morgun.
Forldrafundur fimleikadeildar
Foreldrafundur fimleikadeildar Grindavíkur verður haldinn í dag mánudaginn 14. sept. kl 20:00. Fundurinn fer fram í Gjánni, félagsaðstöðu UMFG. Farið verður yfir komandi vetur og nýr þjálfari kynntur. Hvetjum alla foreldra til að koma. Stjórn Fimleikadeildarinnar
Tap gegn Þórsurum í baráttuleik
Grindvíkingar tóku á móti Þórsurum núna um helgina í 1. deild karla í knattspyrnu. Eftir slæmt tap gegn Víkingum í síðasta leik var Pepsideildar draumurinn í raun úr sögunni hjá okkur mönnum sem höfðu að litlu að keppa nema heiðrinum. Þórsarar eygðu aftur á móti von um að halda sínum draumum á lífi með sigri í þessum leik og því …
Fyrsta deildartap ársins hjá stelpunum
Fótboltasumarið hjá Grindavíkurstelpum hefur verið ótrúlegt ævintýri en þær fóru taplausar í gegnum deildina og komust í 8-liða úrslit í bikarnum. Eftir öruggan sigur í B-riðli 1. deildar tók úrslitakeppni við um tvö laus sæti í úrvalsdeild að ári. Stelpurnar afgreiddu Augnablik í fyrstu umferð en næstu andstæðingar er lið ÍA og virðist vera á brattan að sækja fyrir Grindavík …
Stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld, topplið Víkings í heimsókn
Það verður sannkallaður stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld og í raun hálfgerður úrslitaleikur fyrir Grindvíkinga. Topplið 1. deildar karla í knattspyrnu, Víkingur frá Ólafsvík, kemur í heimsókn en með sigri í kvöld verða Grindvíkingar aðeins 4 stigum frá úrvalsdeildarsæti. Það má í raun segja að allt sumarið sé undir í þessum leik. Það hefur gengið á ýmsu hjá liði Grindavíkur …
Jafntefli gegn Augnabliki í Fífunni
Grindavíkurkonur hófu leik í úrslitakeppni 1. deildar kvenna á laugardaginn þegar þær heimsóttu lið Augnabliks í Fífuna í Kópavogi. Leikurinn var nokkuð fjörugur og fjögur mörk litu dagsins ljós, tvö frá hvoru liði. Seinni leikurinn fer fram hér í Grindavík á miðvikudaginn kl. 17:30 og hvetjum við bæjarbúa til að fjölmenna á völlinn og hvetja okkar konur til sigurs. Eftirfarandi …
Umspilsleikur á Grindavíkurvelli í dag
Nú er sumarið að klárast hjá yngri flokkunum og komið að úrslitakeppnum flokkanna. Fjórði flokkur kvenna þarf að leika auka leik um sæti í úrslitakeppni A-liða við Fylki og fer leikurinn fram í dag, mánudaginn 31. ágúst og hefst klukkan 17:00 á Grindavíkurvelli. Hvetjum við ykkur til að mæta og hvetja stelpurnar.