Bikarslagur í dag, FSu koma í Mustad höllina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það verður bikarslagur í Mustad höllinni í kvöld þegar karlalið Grindavíkur hefur bikarbaráttu ársins í 32-liða úrslitum. Gestirnir koma frá Selfossi í þetta skiptið, en Grindavík og FSu mættust einmitt í fyrstu umferð Domins deildarinnar þar sem Grindavík fór með eins stigs sigur af hólmi í Iðunni. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og ætlar stjórn körfuknattleiksdeildar UMFG að bjóða gestum uppá …

31 stig og 16 fráköst frá Eric Wise dugðu ekki gegn stórskothríð Snæfells

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar frumsýndu nýjan leikmann í gær þegar Eric Wise lék sinn fyrsta leik í gula búningnum. Í fyrstu þremur leikjum deildarinnar höfðu Grindvíkingar leikið Kanalausir og komist ágætlega frá þeim og voru taplausir. Eric sýndi að hann er hörkuleikmaður, skoraði 31 stig og tók 16 fráköst en eins og svo oft þegar nýr leikmaður kemur inn í leik liðs sem …

Sex stig í 4. leikhluta dugðu skammt gegn Haukum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík sótti Hauka heim í gær í Dominos deild kvenna en bæði lið voru taplaus fyrir þennan leik. Haukar eru með gríðarlega öflugt og vel mannað lið og var fyrir mót spáð efsta sæti í deildinni og því nokkuð ljóst að það yrði á brattan að að sækja fyrir Grindavík í þessum leik. Það var þó ekki að sjá á …

Hræringar í leikmannahópi Grindavíkur, Angel og Alejandro farnir

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Fótbolti.net fjallaði um leikmannamál Grindavíkur í gær en þar kom fram að SpánverjarnirAlejandro Jesus Blazquez Hernandez og Angel Guirado Aldeguer séu báðir á förum frá félaginu, og þá er óvissa með áframhaldandi þátttöku Slóvenans Tomislav Misura. Þá kom einnig fram á fótbolta.net að Jóhann Helgason sé að íhuga að leggja skóna á hilluna svo að það er ólíklegt að hann …

Gulur dagur í Gula húsinu á morgun, miðvikudag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild UMFG í samvinnu við Jóa útherja mun standa fyrir gulum degi í Gula húsinu á morgun, miðvikudaginn 28. október. Grindvískum knattspyrnuiðkendum gefst þá kostur á að koma og máta keppnisfatnað og tryggja sér föt á umtalsvert lægra verði en vanalega. Húsið verður opið milli 16:00-19:00 en vörurnar verða svo afhentar á fjörugum föstudegi, sem verður haldinn síðasta föstudaginn í …

Emma Higgins, markvörður Grindavíkur og N-Írlands í viðtali

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Emma Higgins, sem varið hefur mark Grindavíkur undanfarin ár er einnig markvörður landsliðs Norður-Írlands. Landsliðið lék á laugardaginn sinn fyrsta leik í undankeppni Evrópumóts kvenna 2017 gegn Georgía og stóð okkar kona að sjálfsögðu á milli stanganna, en hún hefur leikið yfir 50 leiki fyrir lið N-Írlands. Higgins hefur leikið hér á Íslandi síðan 2010 og alltaf með Grindavík fyrir …

Páll Axel setti met í síðasta leik – flestir þristar fyrir sama liðið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Stórskyttan Páll Axel Vilbergsson setti skemmtilegt met í síðasta leik Grindavíkur en hann er nú sá leikmaður í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur fyrir sama liðið. Palli setti 4 slíkar í leiknum og er nú búinn að setja 871 fyrir Grindavík, geri aðrir betur! Gamla metið átti keflvíska stórskyttan Guðjón Skúlason, en þetta …

Grindvískur sigur í háspennuleik í Mustad höllinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tók á móti nýliðum Stjörnunnar í Domins deild kvenna í dag en fyrir mót var Stjörnunni spáð 4. sæti en Grindvíkingum 6. og næst neðsta sætinu. Stjarnan hafði þó aðeins unnið einn leik af þremur fyrir daginn í dag og Grindavíkurstúlkur hafa verið að sækja í sig veðrið. Þær hafa styrkt liðið og voru taplausar í deildinni. Úr varð …

Einstefna í Seljaskóla í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar heimsóttu Seljaskóla í gær, en bæði lið voru Kanalaus í leiknum. Eric Wise, leikmaður Grindavíkur, hefur ekki enn fengið leikheimild og Jonathan Mitchell leikmaður ÍR er meiddur. Okkar menn virðast þó vera orðnir vanir Kanaleysinu og létu það lítið á sig fá í gær og hreinlega völtuðu yfir heimamenn. ÍR-ingar réðu hreinlega ekkert við skyttur Grindvíkinga sem voru gjörsamlega á …

Sigur í fyrsta leik U17, Dröfn í byrjunarliðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

U17 ára lið kvenna hóf leik í undankeppni EM nú á miðvikudag gegn Svartfjallalandi og fóru með 3-0 sigur af hólmi. Grindvíkingurinn Dröfn Einarsdóttir var í byrjunarliðinu og þótti standa sig vel. Hægt er að fylgjast með fréttum af liðinu á KSÍ.is en næsti leikur liðsins er á morgun gegn Færeyjum. KSÍ.is birti umfjöllun um leikinn: „Íslenska U17 ára lið …