Opið hús hjá Judodeildinni um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Judó

Judodeild UMFG verður með opið hús helgina 28. – 29. nóvember 2015 í Gjánni í íþróttamiðstöðinni. Deildin fær góða gesti í heimsókn frá Judofélagi Reykjavíkur og munu 6-11 ára krakkar sem æfa judo með félaginu koma í heimsókn og byrja þau að æfa og keppa eftir hádegi á laugardeginum. Á sunnudegi byrja svo æfingar kl 10:00 að morgni. Allir velkomnir …

Góður sigur í Þorlákshöfn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar gerðu góða ferð eftir Suðurstrandarveginum á föstudagskvöldið þegar þeir sóttu sigur til Þorlákshafnar. Eric Wise var öflugur undir körfunni gegn hávaxnasta leikmanni deildarinnar, Ragga Nat, og skoraði 30 stig. Lokatölur leikins urðu 74-84 Grindvíkingum í vil. Karfan.is fjallaði um leikinn: „Í kvöld tókust Þór Þorlákshöfn og Grindavík á í Icelandic Glacial Höllinni í 7. umferð Domino´s deildar karla. Gestirnir …

Arnór Breki Atlason semur við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Arnór Breki Atlason hefur skrifað undir 2 ára saming við Grindavík. Arnór er ungur og efnilegur leikmaður sem kemur frá Keflavík, en hann er fæddur árið 1999. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskrift samningins.  

Sigrún Sjöfn fulltrúi Grindavíkur í landsliðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þeir Ívar Ásgrímsson, þjálfari, og Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari, hafa valið þá 12 leikmenn sem halda á morgun til Ungverjalands og leika í fyrsta leik kvennalandsliðsins í undankeppni EuroBasket 2017. Grindavík átti þrjá fulltrúa í æfingahópnum en þær Björg Einarsdóttir og Petrúnella Skúladóttir þurftu báðar að draga sig útúr honum vegna meiðsla. Sigrún SJöfn Ámundadóttir verður því eini fulltrúi Grindavíkur í …

Jólasýning fimleikadeildar UMFG á laugardaginn

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Íþróttafréttir

Jólasýning Fimleikadeildar UMFG verður haldin laugardaginn 21. nóvember næstkomandi. Í ár samanstendur sýningin af iðkendum úr 1.-10. bekk. Sýningin hefst kl. 13:00 og stendur til 14:00. Íþróttahúsið opnar 12:45 fyrir gesti. Miðverð er: 1.000 kr. fyrir fullorðna, 250 kr. fyrir 6-16 ára og frítt fyrir 5 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Tilvalið að gera sér glaðan dag og …

Svekkjandi tap gegn toppliði Keflavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tók á móti taplausu liði Keflavíkur núna á föstudeginum þrettánda. Hvort að þessi meinti óhappadagur hafi haft einhver áhrif á úrslit leiksins skal ósagt látið en leikmenn Grindavíkur virtust þó ekki vera sérlega vel upplagðir í þessum leik og létu dómgæsluna fara hressilega í taugarnar á sér. Leikurinn var nokkuð jafn og liðin skipust á áhlaupum en að lokum …

Sigur á Valskonum í spennuleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur mættu með vængbrotið lið til leiks á Hlíðarenda í gær en þær Björg, Helga, Ingibjörg og Petrúnella eru allar frá vegna meiðsla í augnablikinu. Liðið lét þó ekki á sig fá og þjappaði sér saman í gærkvöldi og lönduðu okkar konum að lokum sigri í miklum spennuleik, 63-66. Sigrún Sjöfn tryggði sigurinn með þristi í lokin en Whitney Frazier …

Grindavík tekur á móti Keflavík í kvöld, matarveisla fyrir leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tekur á móti Keflavík í Dominos deild karla í kvöld kl. 19:15 hér í Mustad höllinni. Keflavík er eina taplausa liðið í deildinni og ætla Grindvíkingar sér að breyta því. Fyrir leikinn býður stjórn körfuknattleiksdeildarinnar til glæsilegrar matarveislu fyrir þá sem hafa tryggt sér stuðningsmannakort fyrir veturinn eða hafa áhuga á að bætast í þann hóp. Í tilkynningunni frá …

Leikjaskrá körfuboltans komin á netið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Leikjaskrá körfuknattleiksdeildar UMFG er komin, rjúkandi heit úr prentsmiðjunni og verður borin út í hús hér í bæ fljótlega. Þeir sem vilja taka forskot á sæluna eða eru ekki svo lánsamir að búa hér í Grindavík geta lesið þetta glæsilega blað með því að smella hér. Við minnum svo á leikinn í kvöld, Grindavík – Keflavík kl. 19:15 – Áfram …