Grindavík tekur á móti Keflavík í kvöld, matarveisla fyrir leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tekur á móti Keflavík í Dominos deild karla í kvöld kl. 19:15 hér í Mustad höllinni. Keflavík er eina taplausa liðið í deildinni og ætla Grindvíkingar sér að breyta því. Fyrir leikinn býður stjórn körfuknattleiksdeildarinnar til glæsilegrar matarveislu fyrir þá sem hafa tryggt sér stuðningsmannakort fyrir veturinn eða hafa áhuga á að bætast í þann hóp. Í tilkynningunni frá stjórninni segir:

Nú koma Keflvíkingar í heimsókn á föstudagkvöldið og við í körfunni notum að sjálfsögðu tækifærið og bjóðum í fyrstu matarveislu tímabilsins fyrir þá sem eru í stuðningskortahópnum okkar. Við byrjum þetta með eðal fiskiveislu og fáum til þess mikið bakköpp frá Stakkavíkurmæðgum sem og Stakkavík fyrirtækinu sjálfu.

Við opnum Gjánna kl 17:30 og tökum vel á móti gestum með opinn faðm og ljúfum drykkjum. Fyrir þá sem hafa verið að velta fyrir sér að koma í þennan hóp hjá okkur er stóra tækifærið núna. Við reiknum með að byrja borðhald upp úr kl 18:00 og í beinu framhaldi af því kemur þjálfarinn í heimsókn til okkar og fer yfir helstu áherslur varðandi leikinn. Það vita það allir sem fylgjast með körfunni að Keflvíkingar koma hingað taplausir en klárlega er planið að senda þá til síns heima með tap á bakinu.

Við ítrekum við þá sem hafa verið að velta því fyrir sér að taka þátt í þessu með okkur í vetur að kíkja við og máta sig inní þetta en það verður að segjast að stemmarinn í kringum þetta hjá okkur hefur verið ansi hreint góður síðastliðin ár. Ekki vera feimin, bara mæta og sýna sig og sjá aðra.

Allar upplýsingar varðandi þennan eðal klúbb er hægt að fá hjá Gauta í síma 8401719 og Ásu í síma 8948743.

Stjórn KKD UMFG