Búningamátun og sala hjá körfuboltanum á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar UMFG verður með mátun og sölu á körfuboltabúningum í Gjánni á morgun, föstudaginn 5. febrúar kl. 17:00  Búningarnir, treyja og buxur, kosta 10.000 og þarf að staðgreiða við pöntun. Athugið að einnig er hægt að kaupa treyjur stakar og því er þetta kjörið tækifæri fyrir stuðningsmenn til að fata sig upp fyrir stúkuna.

Grindavík með fjögur lið í bikarúrslitum?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það stefnir í að Grindvíkingar verði fjölmennir í Laugardalshöllinni um bikarhelgina í ár. Stelpurnar í meistaraflokki tryggðu sig þangað með góðum sigri á Stjörnunni og fá því tækifæri á að verja titilinn, en það eru fleiri lið frá Grindavík einnig á leið í Höllina. Stelpurnar í 10. flokki kvenna eru komnar í úrslit eftir sigur á Keflavík en þær urðu …

Frábær árangur Grindvíkinga á afmælismóti JSÍ

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Judó

Afmælismót Júdósambands Íslands fór fram um helgina en þar áttu Grindvíkingar níu öfluga keppendur sem unnu til alls sex verðlauna á mótinu. Komu þeir heim með tvenn gullverðlaun, þrenn silfur og ein bronsverðlaun. Úrslitin á mótinu í heild sinni má sjá á heimasíðu Júdófélags Reykjavíkur en verðlaunahafar frá Grindavík voru eftirfarandi: Drengir U13 -38Hjörtur Klemensson, 2. sæti Drengir U13 -46Agnar …

GG mætir til leiks í 4. deildinni í sumar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Hið fornfræga lið GG sem gerði garðinn frægan í 4. deildinni seint á síðustu öld hefur nú gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. Liðið mun leika í 4. deildinni í sumar og í bikarnum en um 30-40 knattspyrnukempur á ýmsum aldri æfa með liðinu sem æfir í Hópinu tvisvar í viku. Í hópnum eru fjölmargir fyrrum leikmenn meistaraflokks UMFG ásamt öðrum …

Glötuð stig í tvíframlengdum leik í Hólminum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar mættu í Stykkishólm í gær í svokallaðan 4 stiga leik, en liðin eru að berjast um síðustu sætin, jafnvel í úrslitakeppninni í vor. Okkar menn mættu til leiks án þeirra Þorleifs og Páls Axels en Hilmir er kominn aftur af stað. Grindvíkingar voru fáliðaðir en heimamenn voru enn verr settir, aðeins með 9 menn á skýrslu. Það var því …

Grindavík sigraði Stjörnuna í fjórða sinn í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík sótti Stjörnuna heim í Dominosdeild kvenna í gærkvöldi en þetta var í fjóra sinn sem liðin mætast í vetur. Fyrsti leikurinn var framlengdur spennuleikur hér í Grindavík sem vannst með einu stigi en þar með var tónninn sleginn og Grindavík hefur haft gott tak á Stjörnunni í vetur sem þær slepptu ekki í gær, lokatölur í Ásgarði 62-81. Með …

Aðalfundur GG – góður gangur hjá klúbbnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur var haldinn núna um helgina í aðstöðu klúbbsins í golfskálanum við Húsatóftavöll. Rekstur klúbbsins gengur vel en hann skilaði hagnaði á síðasta ári. Þá er mikill vöxtur í starfsemi hans og uppbyggingin í gangi á vellinum í samstarfi við Grindavíkurbæ og Bláa Lónið, eins og áður hefur verið greint frá. Stjórn klúbbsins sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu …

Tækniæfingar í Hópinu á miðvikudagsmorgnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnuakademía UMFG ætlar að bjóða upp á tækniæfingar fyrir iðkendur í 4. og 3.flokki drengja og stúlkna næstu miðvikudagamorgna frá kl.6.10 – 7.00 í Hópinu. Áhugasömum er frjálst að mæta til að auka leikfærni óháð leikstöðu og getu í knattspyrnu.

KR-ingar bundu enda á bikardraum Grindvíkinga

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Eftir að Grindavíkurkonur tóku sig til og völtuðu yfir Stjörnuna á sunnudaginn áttu Grindvíkingar möguleika á því að eiga fulltrúa í báðum bikarúrslitaleikjunum þetta árið. En til að komast þangað þurftu strákarnir að ryðja stórri hindrun úr vegi, KR. Framan af leik leit raunar út fyrir að það myndi hafast en eins og Þorleifur Ólafsson benti á í viðtali eftir …

Einstefna í Mustad höllinni í gær – Grindavík komið í bikarúrslitin

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík og Stjarnan mættust í 4-liða úrslitum Powerade bikars kvenna í Mustad höllinni í gær, í leik sem var einstefna nánast frá upphafi og Grindavíkursigurinn aldrei í hættu. Stelpurnar hafa því tryggt sér sæti í úrslitaleiknum í Höllinni og geta varið titilinn síðan í fyrra en þær mæta Snæfelli í úrslitaleiknum. Strákarnir eiga svo heljarstórt verkefni fyrir höndum en þeir …