Lykilleikur í Mustad höllinni í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur taka á móti stöllum sínum úr Val í Dominosdeild kvenna í kvöld í leik sem er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en það er mjög þéttur pakki þriggja liða í sætum 3-5. Fjögur efstu sætin í deildinni tryggja þátttökurétt í úrslitakeppninni, en fyrir leikinn í kvöld er staðan í deildinni svona: 1. Snæfell   17/2   34 stig  2. …

Knattspyrnuskóli UMFG og Lýsis 1.-3. apríl

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild UMFG og Lýsi halda knattspyrnunámskeið fyrir stráka og stelpur helgina 1. – 3. apríl. Með stolti kynnum við til sögunnar knattspyrnuskóla knattspyrnudeildar UMFG og Lýsis 2016 fyrir 3. – 5. flokk stráka og stelpna.  Mikil áhersla er lögð á að einstaklingurinn fái að njóta sín í knattspyrnuskólanum. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að hver og einn …

Súrt tap gegn KR

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkingar sóttu KR heim í Dominosdeild karla í gærkvöldi en Grindvíkingar berjast nú með kjafti og klóm fyrir sæti í úrslitakeppninni í apríl. Það var ljóst fyrir leikinn að okkar menn þyrftu að leggja sig alla fram enda KR-ingar verið með betri liðum í vetur og ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar. Eftir þokkalega frammistöðu í fyrstu þremur leikhlutunum kláraðist á tanknum …

Bikarmót TKI

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Um síðustu helgi fóru krakkarnir úr Taekwondo deildinni á Bikarmót TKI í Reykjavík, Það mátti nú vita það að enn og aftur komu krakkarnir heim með flotta sigra og stóðu sig frábærlega eins og alltaf, hér fyrir neðan má sjá árangur þeirra:   Markús Eðvarð Karlsson – Brons í bardaga Fjölnir Z Þrastarson – Silfur í bardaga Adrían Elí Mikaelsson …

Sundæfingar fyrir fötluð börn og ungmenni á föstudögum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Sund

Íþróttasamband fatlaðra í samstarfi við sundþjálfarann Magnús Má Jakobsson munu bjóða upp á endurgjaldslausar sundæfingar í Grindavíkurlaug alla föstudaga út þetta skólaár. Æfingarnar eru á föstudögum og verða frá kl. 16.30-17.30. Æfingarnar eru fyrir fötluð börn og ungmenni á grunnskólaaldri en Magnús verður með aðstoðarmann á æfingunum. Við hvetjum sem flesta til að koma og nýta sér þetta glæsilega íþróttatilboð …

Góumót JR 20. febrúar 2016

Ungmennafélag GrindavíkurJudó

Það var flottur hópur af ungum Judo köppum úr Grindavík sem tóku þátt í Góu móti JR um síðustu helgi og gerðu sér lítið fyrir og unnu 7 gullverðlaun, 3 silfur og 2 bronsverðlaun. þetta er yngri hópurinn hjá deildinni og stefnir allt í að þetta verði flott hjá þeim í framtíðinni. hann Guðmundur Birkir Agnarsson tók þessa fínu mynd af …

Þórsarar völtuðu yfir Grindvíkinga í seinni hálfleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum frá Þorlákshöfn í Mustad höllinni í gær í leik sem einkenndist af miklum sveiflum. Gestirnir frá Þorlákshöfn skoruðu aðeins 31 stig í fyrri hálfleik og útlitið gott fyrir heimamenn. En í seinni hálfleik mættu Þórsarar mun ákveðnari til leiks og unnu að lokum sigur, 81-87.  Sigurbjörn Dagbjartsson fjallaði um leikinn á karfan.is: Eftir tvo …

Sundæfingar fyrir fötluð börn og ungmenni hefjast í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Sund

Íþróttasamband fatlaðra í samstarfi við sundþjálfarann Magnús Má Jakobsson munu bjóða upp á endurgjaldslausar sundæfingar í Grindavíkurlaug alla föstudaga út þetta skólaár. Æfingarnar hefjast í dag, föstudaginn 19. febrúar, og verða frá kl. 16.30-17.30. Æfingarnar eru fyrir fötluð börn og ungmenni á grunnskólaaldri en Magnús verður með aðstoðarmann á æfingunum. Við hvetjum sem flesta til að koma og nýta sér …

Risakerfi allar helgar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Vegna mikillar eftirspurnar höfum við ákveðið að hafa stórann seðil allar helgar á meðan enski boltinn rúllar. Hluturinn mun lækka í 1500 kr. en það má kaupa eins marga hluti og menn vilja. Seðillinn mun verða klár um kl. 12.00 á laugardegi og menn geta mætt og hjálpað við að tippa seðilinn fyrir þann tíma á laugardeginum. Sölu lýkur kl. …

Aðalfundi knattspyrnudeildarinnar frestað

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Aðalfundi knattspyrnudeildar UMFG hefur verið frestað til fimmtudagsins 25. febrúar af óviðráðanlegum ástæðum. Fundurinn hefst kl. 20:00. Dagskrá:– Venjuleg aðafundarstörf– Skýrsla stjórnar– Ársreikningur– Skýrsla unglingaráðs– Önnur málIðkenndur, foreldrar, velunnarar og aðrir áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta. Stjórn knattspyrnudeildar UMFG